Þriðjudagur, 17. júlí 2007
Hvaða fréttum treystir þú
Í nýjasta tölublaði Frjálsrar verslunnar er talað um að tæplega 80% fólks í áhrifastöðum treysti útvarpsfréttum en um 66% sjónvarpsfréttum. Eru það ekki sömu fréttateymi sem búa til fréttirnar fyrir sjónvarpsstöðvarnar tvær og þær útvarpsstöðvar sem þær eiga?
Athugasemdir
Ég veit út af hverju það er:)
G (IP-tala skráð) 17.7.2007 kl. 16:09
Sennilega hjálpar að fela andlit fréttamanna til að fá almenning til að trúa því að einhver hlutlaus vélmenni semji fréttirnar.
Geir Ágústsson, 17.7.2007 kl. 23:14
Eins og talað úr mínum munni Geir:)
G (IP-tala skráð) 18.7.2007 kl. 00:08
...það er t.d. hættulegt að nota andlit af fólki í auglýsingaherferðum...ef einhverjum líkar ekki útlitið getur það dregið úr virkni.
Sama ástæða á bakvið þar og með fréttirnar sennilega.
MARKAÐSSETNING Á NETINU, 18.7.2007 kl. 18:59
Ekki sama teymi, en opið á milli. Stundum rætt saman.
Ég veit að einstaka sinnum kemur upp smá keppni á milli fréttastofu útvarps og sjónvarps, t.d. með skúbbmál. En það eru skil þarna á milli og ekki sama fólkið sem vinnur fréttirnar.
Katrín (IP-tala skráð) 10.8.2007 kl. 01:42