Boston og London

boston2Rupert Murdoc er framsýnn maður.  Áður hef ég postað þetta quote í hann en þá vantaði aðeins í það.  Hér kemur það allt:

“..as an industry many of us have been remarkably unaccountably, complacent”  Young readers Mr. Murdoch said “ dont want to rely on a god-like figure from above to tell them what’s important.  And to carry the religion analogy a bit further they certainly don’t want news presented as gospel.”  Their websites, Mr Murdoch said “ have to become the place for conversation.  The digital native for those bloggers.”

Compose yourself, 20 april The Economist

Annars er þetta ritað í flugi á leið til Íslands, en þar verður haldið áfram áleiðis til Boston.  Maðurinn fyrir framan mig í fluginu lenti í ferlega neyðarlegu þegar vélin var að takast á loft.  Síminn hans fór að hringja en greyið var ekki að finna símann sinn, leitaði og leitaði í öllu svo allir í kringum hann tóku eftir.  Mér sýndist hann ekki finna símann fyrr en hann var hættur að hringja en fólk var farið að fussa yfir honum enda stranglega bannað að hafa kveikt á símum í flugtaki. 

- - -

Flugið til Boston frábært.  Lenti við hliðina á Mark Kramer, fyrrverandi Harvard professor og rithöfundi sem samkjaftaði allan tímann (það er bunki af bókum eftir hann á Amazon.com).  Hann var með fyrirlestur á Íslandi um journalism, ferlega geðþekkur maður.  Það var hins vegar ekki fyrr en við fórum að tala um stjórnmál sem harka fór að færast í leikinn.  Hann er harður sósíalisti og varð strax alveg snar þegar ég sagðist vera frjálshyggjumaður.  Við Jói skutluðum honum heim þegar við lentum í Boston en hann býr ekki langt frá Jóa.

Helgin var annars frábær og ég er alveg fallinn fyrir Boston. Setið á Armani kaffihúsinu í nokkra klukkutíma, rölt um Newbury street, örugglega 6-8 klst total á svölunum hjá Jóa neð hvítvín að spjalla, tekið djamm á laugardagskvöldinu, Brandeis háskóli skoðaður (þar sem Jói er í Doctorsnámi) og rölt um höfnina.  Frábær ferð í 30 stiga hita og er maður núna kaffibrúnn og sæll.

Sit í Keflavík núna að bíða eftir fluginu áfram til London, hefði alveg getað hugsað mér að vera lengur í Boston!  Vinnan aftur í hádeginu svo lætin byrja aftur eftir örfáa klukkutíma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi Mark Kramer var nú algjör pappakassi.

jal (IP-tala skráð) 9.7.2007 kl. 16:11

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Þú áttir að neita að skutla honum fyrr en þú fengir alla  nauðsynlega pappíra frá ríkinu sem "heimila" þér slíka iðju, og helst smá skattfé í vasann líka. 

Geir Ágústsson, 11.7.2007 kl. 19:14

3 identicon

Klárlega.

jal (IP-tala skráð) 12.7.2007 kl. 17:14

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband