Búinn að kaupa vespu / Áhugavert um stjórnun

scooter50Í gær keypti ég mér vespu. Vinur minn var að flytja til Íslands vegna vinnu en seldi mér þess vegna vespuna sína fyrir heil 350 pund.  Þetta er eðal 50cc vespa og er ég búinn að rúnta slatta í London.  Ekkert smá gaman að sjá borgina frá þessu sjónarhorni.  Maður nýtur hennar allt öðruvísi með því að vera alltaf í Undergroundinu.  Þetta verður gott sumar, nú þarf maður bara að byrja að rata!

- - -

Vinkona mín er í stjórnunarstöðu hjá fyrirtæki sem stendur í miklum breytingum.  Það var stór starfsmannafundur um daginn þar sem breytingarnar voru kynntar, nýir ferlar og stjórnskipulag o.s.frv.  Fundinn var búið að undirbúa rosalega vel og sérstaklega voru allir stjórnendur búnir að undirbúa sig vel fyrir Q&A.

Það er áhugavert að það sem fólkið hafði mestar áhyggjur af voru hlutir eins og hvort starfsmannabúningarnir myndu breytast...eitthvað sem enginn hafði í raun velt mikið fyrir sér!  Það er auðveld að blindast svolítið í turninum og sjá þokukennt hvað skiptir framlínufólkið í raun mestu máli!

Þetta þykir mér svolítið magnað og held að margir íslenskir stjórnendur lendi í.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingi Björn Sigurðsson

Til hamingju með vespuna. Dæmið sagan hjá þér er mjög góð. Það gleymist alltof oft að ná í upplýsingar hjá almennum starfsmönum. Ótrúlega vannýtar upplýsingar, en þeir sem starfa í framlínu eru í þeir sem eru í mestum tengslum við viðskiptavini og eru andlit fyrirtækisins út á við. Það er ekki rétt leið nota einhverja gallup aðferðir, mikið betra bara að tala við þá handhófskennt augliti til auglitis. Gallup aðferðin er bara leið fyrir millistjórnendur til að réttlæta vinuna sína. 

Ingi Björn Sigurðsson, 5.7.2007 kl. 21:24

2 identicon

Ég sendi þér alla mína ultra mega rötunarhæfileika,því my God you will need it:)

Til hamingju með vespuna,,loksins,loksins:) Ég get allaveganna núna hætt að hafa áhyggjur af þér í lestunum:)

Farðu bara varlega gamli og ekki keyra eins og ég:)

GolfKlúbbur Garðabæjar (IP-tala skráð) 6.7.2007 kl. 01:31

3 Smámynd: MARKAÐSSETNING Á NETINU

haha, ég er ekkert alveg með áttirnar á hreinu.  Hins vegar er ég með Navigator/GPS í Blackberry símanum mínum svo fræðilega gæti ég verið með handfrjálsan í eyranu og GPSinn í gangi á Scooternum...en það er samt að svindla.

og btw: það keyrir engin eins og þú og mér ennþá óskiljanlegt hvernig þú getur verið svona hrædd í bíl keyrandi eins og þú sért í sjálfsmorðshugleiðingum alltaf sjálf!  Fyndið

MARKAÐSSETNING Á NETINU, 6.7.2007 kl. 07:53

4 identicon

...samt spurning hvort GPS tækið þitt virki yfir höfuð

edg (IP-tala skráð) 6.7.2007 kl. 10:22

5 identicon

Úff.. já það er ekkert djók að rata heim til sín á bíl ef maður hefur bara tekið lestina þangað hingað til!! Lærðu að rata áður en ég kíki í heimsókn því ég geri það allavega ekki;).. heheh eða neinei, ekkert vera að því... það er bara gaman að villast!!:)
Knús

Supriya (IP-tala skráð) 8.7.2007 kl. 09:27

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband