Flóð í Skotlandi, Danmörk og eitthvað fleira...

Það er orðið svo langt síðan ég hef bloggað að ég veit varla hvar ég á að byrja.

Fyrst Danmörk.  Kaupmannahöfn er snilld.  Þar hef ég ekki verið frá því ég var 6 ára og átti þaðan þá minningu eina að vera grenjandi úr hræðslu í draugahúsi vaxmyndasafnsins.  Ég kom til Köben á föstudagskvöldi og hitti þá strax fullt af vinum og það var farinn hringur.  Góður félagi var búinn að redda okkur borði og drykkjum   á Luux.  Þar hittum við helling af Íslendingum.  Í miðbænum, daginn eftir helling af Íslendingum í búðum og bókstaflega út um allt.  Mjög fyndið.

Tónleikarnir með Justin voru í Parken og voru snilld.  Soundið slappt en showið geðveikt.  Timberland var þarna líka með DJ session sem var rosalega töff.

Heim á sunnudag,, ég og Viðar misstum reyndar af EasyJet fluginu okkar og lentum á Standby.  Þurftum að bíða eftir að síðustu farþegarnir voru búnir að tékka sig inn til að sjá hvort það væri laust sæti, sem varð raunin, svo þá var hlaupið í gegnum flugstöðina en gekk allt upp.

Á mánudagskvöldið fór ég til Skotlands til að taka þátt í golfmóti sem Icelandair sponsaði á Forest Pinesvellinum.  Þar eru búin að vera rosaleg flóð þar eins og allir hafa séð í fréttum.  Til að gera langa sögu stutta voru 3 highways lokaðir á leiðinni, öll neðsta hæðin á hótelinu var á floti, golfvöllurinn eins og sundlaug og allt í rugli.  Golfmótinu var því aflýst en okkur tókst að spila nokkra hringi eftir hádegi á þriðjudeginum sem var ferlega gaman..

Það var keyrt til baka á miðv. til London og beint í vinnuna.  Maður var frekar þreyttur þegar maður kom heim eftir vinnu á miðvikudag en á fimmtudag þurfti ég aftur að fara út fyrir London vegna vinnunnar.  Á fimmtudaginn kom Kolla Birna einnig hingað en hún verður hérna yfir helgina að slæpast með okkur.

Kaffihús og út að borða í gær en lítill hringur tekinn á Huxton Sq....það stóð til að fara á roadtrip í dag en veðrið er svo leiðinlegt að maður varla nenir því!

...sé til


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband