Haraldur Hárfagri fór létt með að leysa eignaréttarmál Íslands

Fyrstu landnemarnir sem komu til Íslands á níundu öld gátu tekið eins stór lönd og þeir vildu en af þeim sökum var lítið eftir fyrir þá sem á eftir komu. Þeir sem að á eftir komu leituðu því til Haralds Hárfagra um lausn á landleysi sínu en hann leysti það á eftirfarandi hátt:

,,Hann gaf það ráð að karlmönnum skyldi heimilt að nema jafnviðáttumikið land og þeir gátu farið um á einum degi frá sólarupprás til sólarlags. Landneminn og skipverjar hans skyldu gera elda og halda þeim lifandi til næstu nætur. Reykurinn varð að sjást til næsta elds.”

En Haraldur Hárfagri setti konum aðrar reglur: ,,[Þær] máttu nema svæði sem þær gátu teymt tvævetra kvígur umhverfis vorlangan dag sólsetra á milli.”

Íslands- og mannkynssaga NB 1:96


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Skrambans vesen, langalangalangalangalangalangalangaamma átti bara veturgamla kvígu.

Anna Einarsdóttir, 21.6.2007 kl. 11:17

2 Smámynd: MARKAÐSSETNING Á NETINU

hehehe

Rosalegt að lenda í því að festast í að vera eins árs í mörg ár! :)

MARKAÐSSETNING Á NETINU, 21.6.2007 kl. 12:27

3 Smámynd: Ingibjörg Gunnarsdóttir

En hvað karlmennirnir voru nú heppnir að fá aðstoð við þetta - það hefði verið skelfilegt fyrir þá að fara þetta einir og án skipverjanna........

Ingibjörg Gunnarsdóttir, 21.6.2007 kl. 12:50

4 Smámynd: Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl

Eins gott að eiga hressa belju..

Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl, 21.6.2007 kl. 17:53

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband