6 ár og 6 mánuðir í háskóla að baki!

Þegar þetta er skrifað sit ég úti undir sólhlíf, á local pöbbnum okkar í London, með ískalda Stellu að bíða eftir borgara.  Það er örugglega 25 stiga hiti hérna en smá rigning.  Ég heyri rigninguna í kringum mig án þess að verða var við annað en hitann.  Sumarið hérna er frábært, meira að segja í rigningu!

Dalai Lama talar um að leit okkar að lífshamingju snúist um að ná hugarró. Að vera sátt, áhyggjulaus sem skilar sér í hamingju.  Hugarró er nákvæmlega orðið sem best lýsir því hvernig mér líður akkúrat núna.  Algjör hugarró!

Í janúar 2001 sast ég á skólabekk og nam Markaðs og Útflutningsfræði við HÍ.  Ekki fullt nám heldur með vinnu hjá Íslenska Útvarpsfélaginu, sem varð Norðurljós sem aftur varð 365 (reyndar enn seinna 365 ljósvakamiðlar og 365 prentmiðlar :) )! 

Þar starfaði ég sem útvarpsmaður og markaðsmaður.  Markaðsmálin þar heilluðu mig uppúr skónum en mér þótti aldrei eins gaman að vera í loftinu.  Ég var engu að síður með þætti á helling af útvarpsstöðvum, alveg frá hörðum danstónlistarþáttum á Mono 87.7, þar sem beat-skiptingar réðu ríkjum, yfir í Rólegt og rómantískt á Létt 96,7 þar sem væmnin réð ríkjum.  Mér þótti Rólegt og rómantískt skemmtilegur þáttur að stjórna, ekki allt fastmótað og því hafði maður töluvert frelsi.  Var t.d. með miðil hjá mér eitt kvöld í viku sem mér þótti ákaflega skemmtilegt.  Seinna var ég reyndar líka með þátt á Útvarpi Sögu um Frjálshyggju þar sem ég og Friðbjörn Orri vinur minn töluðum í tæpa 2 klukkutíma án þess að spila eitt einasta lag en það er sennilega eina dagskrárgerðin sem ég gæti hugsað mér aftur.  Ekkert talað um veðrið, óskalagasímann, hvað klukkan var né annað sem yfirleitt fylgir þessum hefðbundnu útvarpsstörfum.  Við höfðum næstum því tvær klukkustundir til að koma frelsinu, eitthvað sem við báðir börðumst (og berjumst) fyrir, inní hug Íslendinga.  Ótrúlega skemmtilegt og gert af einlægri ástríðu enda hvorugir að fá greitt fyrir.

Þegar ég kláraði Markaðs og útflutningsfræðina fann ég þörf fyrir að halda áfram og hafði reyndar áður einsett mér að fara í MBA nám áður en skólagöngunni lyki. 

Strax að Endurmenntun lokinni hélt ég til Kanada og kláraði þar BA Honours gráðu í hagfræði við Acadia University.

Af hverju er ég að telja allt þetta upp?  Jú því í dag lauk ég MBA náminu sem ég hef lagt stund á síðan ég kláraði hagfræðina. 

Í dag, 6 árum og 6 mánuðum seinna er ég að ljúka skólagöngunni minni.  Það er alveg stór skrítið að horfa um öxl á næstum því 7 ár í háskóla, hvað þetta hefur liðið hratt, verið ótrúlega erfitt á köflum og hvað ég er allt önnur manneskja en byrjaði að læra fyrir tæplega 7 árum! 

Blóð, sviti og tár en í dag er það uppskeran....allar gráðurnar eru komnar í hús!

Í dag er ég stoltur og ótrúlega sáttur.  Í dag er lífið er gott!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju,til hamingju,til hamingju:)

gkg (IP-tala skráð) 14.6.2007 kl. 18:23

2 Smámynd: Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl

Til hamingju með það

Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl, 14.6.2007 kl. 18:25

3 identicon

Enn og aftur til hamingju elskan.  Það er góð tilfinning að standa á toppnum og vera stoltur af sjálfum sér - njóttu þess í botn!

Hlakka til að skála við þig í kampavíni um borð í loftbelgnum

Knús yfir hafið....

Donna (IP-tala skráð) 14.6.2007 kl. 19:24

4 identicon

Til hamingju aftur!! Þetta er ótrúlega góður áfangi og mér finnst ég eiga smá í honum, þar sem þar er nú mér að þakka að þú fórst í nám til að byrja með ;) Þú hefur verið ótrúlega duglegur á þessum árum og átt alveg hrós skilið!

Kolla (IP-tala skráð) 14.6.2007 kl. 19:53

5 identicon

Til hamingju elsku vinur....stoltur af þér.

jal (IP-tala skráð) 15.6.2007 kl. 02:22

6 identicon

Til hamingju enn og aftur Gummi! Getur svo sannarlega verið stoltur!!:)

Supriya (IP-tala skráð) 15.6.2007 kl. 10:03

7 identicon

ég man hvað þú gerðir margar tilraunir til að vera í menntaskóla á sínum tíma en þær misheppnuðust flestar. man líka að um leið og þú nenntir að læra fékkstu tíu í öllu.

vonandi ertu orðinn nógu menntaður til að skilja hvað rólegt og rómantískt er virkilega ógeðslegur þáttur.

Þóra Tómasdóttir (IP-tala skráð) 15.6.2007 kl. 20:42

8 Smámynd: MARKAÐSSETNING Á NETINU

hahahhaa

Gaman að sjá að þú hefur ekkert breyst Þóra ;)

MARKAÐSSETNING Á NETINU, 15.6.2007 kl. 21:11

9 Smámynd: Geir Ágústsson

Vonandi ertu ekki orðinn það menntaður að þú heldur að þínar gáfur og skipulagshæfileikar séu lykillinn að "hinu fullkomna samfélagi" (lesist: orðinn að vinstrisinnuðum menningarvita). Held samt að það sé ekki raunin. Veit reyndar að það er ekki raunin.

Geir Ágústsson, 15.6.2007 kl. 21:12

10 Smámynd: MARKAÐSSETNING Á NETINU

jújú, tel að skipulagshæfileikar mínir gætu einmitt orðið til þess að hið fullkomna samfélag yrði til.   Þykist reyndar vera með það á hreinu!

Yrði reyndar skipulag án skipulags að minni hálfu, þ.e.a.s. ég sem einræðisherra myndi skipta mér af mjög fáu, en til að svíkja ekki hugsjónir mínar yrði ég að hafa einhverjar kosningar til að mynda hópinn sem myndi arensera þessu litla sem ekki yrði ýtt til fólksins.

...frjálshyggjan maður :)

MARKAÐSSETNING Á NETINU, 15.6.2007 kl. 21:51

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband