Þriðjudagur, 12. júní 2007
Auðvelt að græða á hlutabréfakaupum á Íslandi?
Það er talað um að það taki 7 mínútur fyrir USA hlutabréfamarkaði að meðtaka nýjar upplýsingar um skráð fyrirtæki. Þ.e.a.s. nýjar upplýsingar um fyrirtækið eru gefnar út, 7 mínútum seinna hefur hlutabréfaverð fyrirtækisins aðlagað sig og endurspeglar þessar nýju upplýsingar.
Á Íslandi tala menn um að það taki viku til 10 daga!
Erfitt að "beat the market"?
Athugasemdir
Áhugaverð pæling ég tók þátt í hlutabréflaleik á netinu sem gengur út á það að kaupa og selja Íslensk hlutabréf. Ég Prófaði að nota þessa strategíu að kaupa að selja eftir góðum og slæmu fréttum hjá viðskiptablaðinu. Sannast sagna þá gekk ekkert hjá mér og hætti að nenna taka þátt í leiknum..
Ingi Björn Sigurðsson, 12.6.2007 kl. 22:30
Magnað.
WSJ gerði nokkur ár í röð svolítið skemmtilegt. Þeir fengu hóp af fjárfestum til að velja hlutabréf í eignasafn sem átti síðan að meta ári síðar til að sjá árangurinn. Fjárfestarnir notuðu auðvitað öll tólin sín og tæki, reiknuðu allt út í gegn og völdu eftir því.
WSJ fékk svo 2 apa, lét þá fá pílur sem þeir köstuðu á blöð með listum af hlutabréfum. Aparnir fengu að kaupa hlutabréf fyrir sömu upphæð og fjárfestarnir og hlutabréfin voru valin skv. því hvar pílurnar lentu. Með öðrum orðum algjörlega random val.
Til að gera langa sögu stutta unnu (hærri arðsemi) aparnir í 4 ár en fjárfestarnir aðeins einu sinni :) Ef maður hefur ekki einhverjar innherjaupplýsingar, annaðhvort um fyrirtækið eða markaðinn er spurning hversu "klár" maður getur verið.
MARKAÐSSETNING Á NETINU, 14.6.2007 kl. 18:05
Líklega bara best að setja peningana sína í hlutabréfamarkað Zimbabwe.
Geir Ágústsson, 14.6.2007 kl. 21:11