Þriðjudagur, 12. júní 2007
Drykkirnir
Fyrirtæki í dag eru alltaf að gleyma sér í meðalmennsku sem gerir það að verkum að vörur þeirra hverfa eins fljótt og þær koma. Til að komast í umræðuna verða fyrirtæki að gera eitthvað öðruvísi, fá fólk til að tala...wow factorinn eins og Seth Godin boðar taumlaust.
Fyrirtæki í Singapore hefur svo sannarlega tekist það...þetta er snilld.
"Out of the Box, a Singapore company, have launched a range of canned drinks called Anything(carbonated) and Whatever (non-carbonated). The names derived from the typically non-plused, indecisive (and possibly sulkily adolescent) answer the creators often got when they asked their friends what they would like to drink. Each range comes in 6 different flavours but none of the cans are marked so if you buy a can you just have to take the risk and hope you get a flavour you like. It might be a novelty item but we like the mischievousness. Apparently it's been a big hit with the Singpore teen market."
Athugasemdir
Spurning um að redda sér þessu umboði?.. þ.e.a.s þegar ég er búin að jafna mig ( ég tók svo mikil andköf af hrifningu að ég þarf aðeins að ná mér..).
Bara snillingar sem láta sér detta svona í hug..
Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl, 13.6.2007 kl. 17:14
hahaha
Þetta er bara snilld. Var reyndar að lesa um veitingastað í USA sem byggir allt sitt á trausti. Þ.e.a.s. þegar þú kemur á staðinn, pantar mat og glas af víni færðu flösku á borðið. Þegar þú borgar segir þú gjaldkeranum hversu mörg glös þú fékkst þér úr flöskunni eða flöskunum. Eitthvað sem aldrei er mælt eða véfengt.
Hérna er annar svona wow factor. Yfirleitt eru fyrirtæki virkilega tensuð yfir því að fólk sé að reyna "stela". Þarna er því alveg öfugt farið sem hefur skapað gríðarlegt umtal og gert veitingastaðinn ótrúlega vinsælann. Myndi maður ekki segja satt?
MARKAÐSSETNING Á NETINU, 14.6.2007 kl. 18:08
Jú, ég held það bara...nema að drykkjan færi úr böndunum og maður gæti ómögulega munað það..
Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl, 14.6.2007 kl. 18:27
:-) samviskan myndi passa það að maður gæti haldið tölu á glasafjölda...en staðurinn er án efa að græða töluvert meira á létt vínssölu en aðrir sem beita hefðbundnum aðferðum.
MARKAÐSSETNING Á NETINU, 14.6.2007 kl. 19:29