Fólk verður að algjörum nöglum þegar samið er í gegnum tölvupóst

negotiationÞað var skemmtileg grein í Markaðinum í dag eftir Aðalstein Leifsson um samningaviðræður í gegnum netið.  Samskipti í gegnum ópersónulega miðla gera samskiptin nefnilega mjög ólíkt því sem á sér stað þegar þau eru persónuleg.

Hvað segir Alli?

• Fólk er 8 sinnum líklegra til að missa þolinmæðina eða vera dónalegt í e-mail samskiptum en persónulegum.
• Deilur magnast því auðvelt er að mislesa hinn aðilann
• Mun líklegra er að fólk taki áhættu, beiti hótunum, lokatilboðum eða hörðum kröfum í gegnum tölvupóst en þegar talað er beint við hinn aðilann
• Líkur á að samstarf náist eykst ef aðilar hafa hisst fyrir tölvupóst samskipti
• Kannanir hafa ennfremur sýnt að það er mun líklegra að samningaviðræður beri árangur ef símtal á sér stað áður en farið er í tölvupóstinn.
• Tækifæri er samt í fjarlægðinni í sumum tilfellum.  Eins og t.d. þegar samið er við forstjóra stórfyrirtækis því félagslegur munur sést ekki eins vel.
• Þeir sem eigar undir högg að sækja á fundum standa sterkar að vígi í tölvupósti
• Þeir sem hafa lægri formlega stöðu innan hópsins leggja meira til málanna í tölvupóst umræðum
• Konur eru líklegri til að setja fram fyrstu tillögur í samningaviðræðum með tölvupósti en á fundum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband