Erfitt að heita Guðmundur í London

Þar sem ég starfa í London og heiti því óþjála nafni Guðmundur er ég sífellt að fá útgáfur af nafninum mínu sem hvarflaði aldrei að mér að væru til

Í dag fékk ég

"Hi Goodman, please contact me on the number below to discuss this matter in more detail."

Ég fékk Gunmundur um daginn. Gudmonday, Goomand, Gumand og Gunmund eru líka öll vinsæl.

Skemmtilegasta útgáfan er hins vegar Goodmonday sem ég fékk fyrir 4 vikum!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Hahaha... fegin er ég að eiga svona alþjóðlegt nafn ;)

Eva Þorsteinsdóttir, 31.5.2007 kl. 16:12

2 identicon

Reyndu að heita Aðalheiður Sigurðardóttir

I feel your pain...

Donna (IP-tala skráð) 31.5.2007 kl. 17:09

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Er eflaust ekki beint notalegt að heita þessu nafni í alþjóðlegri stórborg. Flottar útgáfur samt. :)

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 31.5.2007 kl. 21:50

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Prófaðu að heita Geir í Danmörku!

Gjíer, Gíír, Gæjer, Gæ, Gjerr,  osfrv...

Eftir þriggja ára búsetu hefur mér ekki enn tekist að þvinga á stöðluðu nafni því enskumælandi fólk getur ekki borið fram dönsku útgáfuna, Norðmenn og Færeyingar geta sagt nafnið rétt, og Frakkar geta eiginlega varla sagt neitt á sama hátt tvisvar í röð.

Geir Ágústsson, 3.6.2007 kl. 10:45

5 identicon

ha ha ... skil þig VEL.. enda ekki það skemmtilegasta í heimi að heita svona sérkennilega hörðum og löngum nöfnum, tölum þá ekki um alla þessa íslensku stafi sem að útlendingar abra bókstaflega skilja ekki.

Í mínu tilfelli byrja þér á því oftast að biðja mig um að stafa það og reyna síðan með herkjum eins og þeir sitji á Gustavberg með dulkóðablað sér í hönd.. segja síðan eftir stutta þöng...:: BEEEEEEEEEE og gefast upp.. "you don´t have any nickname or??"

Bergrún Ósk (IP-tala skráð) 7.6.2007 kl. 13:30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband