Húmor og sumarið

daft_punk_discovery_frontÉg hitti nokkra kollega í dag en þá rifjaðist upp fyrir mér skemmtileg saga sem einn af þeim sagði mér í London fyrir nokkrum mánuðum.

Vinur félagar míns hafði verið á þvælingi í London og þurft svona svakalega að nota salerni.  Þörfin var svo mikil að hann endaði á því að hlaupa á næsta almenning til að losa.  Þessi vinur hans er haldin afar furðulegri áráttu, hann þarf alltaf að ber hátta sig til þess að geta sest á klósett.  Hann sem sagt fór úr öllum fötunum, settu þau á snaga á klósett hurðinni og settist svo til að klára sín mál. 

Þegar hann var rétt byrjaður sá hann hendi koma fyrir ofan klósett hurðina og taka öll fötin.  Hann sat sem sagt gjörsamlega alsber, einn, á almennings salerni í London!

Þar þurfti hann að kalla á hjálp í nokkra klukkutíma þar til einhver minskunnsamur Lundúnarbúi hringi á lögregluna sem kom honum til hjálpar.

Í annað skiptið þegar ég heyrði þessa sögu bókstaflega grét ég af hlátri, sennilega ennþá meir en við fyrstu hlustun.

- - -

Af öðru er ég á leið til Íslands um helgina til að sækja afmæli hjá Stebba Sig vini mínum á laugardagskvöldið, fara í skólann á mánudagskvöldið og svo á Hótel Heklu á þriðjudag og miðvikudag en London fimmtudag.

Helgina þar á eftir fer ég einnig til Íslands og verð fram á fimmtudag sömuleiðis en klára á Íslandi þá síðasta MBA áfangan minn og vonandi útskrifast síðar í sumar.

Þann 16 júní er það svo Daft Punk tónleikar í Hyde Park.  Miðar á bæði Justin Timberlake og Damien Rice eru komnir í hús en báðir concertar verða sóttir í Danmörku helgina þar á eftir...þar á eftir tekur við róleg helgi en svo er það heimsókn til Jóa vinar míns í Boston sem ég hlakka mikið til.

Sumargleðin er því rétt að byrja og ferðalögin hrynja inn!

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Má ég koma með á Daft Punk tónleikana?

Annars er orðið á götunni að þú sért ekkert á leiðinni til Boston...sagðir það bara til að halda fólki góðu???

jal (IP-tala skráð) 31.5.2007 kl. 01:40

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband