Róleg tónlist eykur sölu!

Harley-Davidson-VRSCDVörumerki standa alltaf fyrir ákveðin karakter.  Lit, lúkk, lífsstíl ofl.  Þegar þau eru auglýst er gríðarlega mikilvægt að höfðað sé til allra skilningsvita í takt við karakter vörumerkisins.  Það verður að vera hip og kúl lag þegar Diesel vörumerkið auglýsir en klassískt þegar Lækjarbrekka gerir það.  Það er öllum augljóst af hverju.

 

Harley Davidson mótorhjólaframleiðandi er t.a.m. með einkaleyfi á vélarhlóðinu sem kemur frá motorhjólunum þeirra!  Benz bílaframleiðandinn (og fleiri reyndar) eyða milljónum á hverju ári í að finna rétta hljóðið þegar hurðunum á bílunum þeirra er skellt og margir fá einkaleyfi þegar "rétta" hljóðið er fundið.  Í bíl eins og Benz (og í raun hvaða vörumerki sem er) skiptir það auðvitað gríðarlega miklu máli að allt hljóð sem kemur frá bílnum sé í takt við þann karakter/gæði sem vörumerkið stendur fyrir.  Singapore flugfélagið hefur t.d. sína eigin lykt af handþurrkum, ákveðna tónlist í vélunum sínum, búninga, liti og ráða starfsfólk eftir því.  Konur mega ekki vera í sambandi og bara ein stærð af búningum eru í boði, passar ekki í hann þá vinnur þú ekki hjá þeim. Þó þeir gangi of langt í þessu að flestra mati stuðla allir þessir snertifletir kúnnans við vörumerkið að því að skapa einhverja heildarupplifun sem nota bene er ALLTAF eins.  Þú veist alltaf að hverju þú gengur.

 

Það er meira að segja til “nýja bíla lykt”!  Það er að segja, ilmvatn sem framleiðendur sprauta á innréttingarnar á nýjum bílum sem gefur þessa frábæru lykt er öllum finnst innan í nýjum bílum.  Hún endist yfirleitt í 6 vikur eða svo og gefur stoltum eiganda ákveðna upplifun.

 

Öll framsækin fyrirtæki og öflug vita að það verður að örva öll skilningsvitin í viðskiptum við neytendur.  Allt sem skynfærin okkar geta numið þegar við eigum viðskipti við fyrirtæki hefur áhrif á heildarupplifunina.

 

Í nýlegu The Economist (April 28) var talað um mikilvægi hljóðs í viðskiptum og hversu mikil áhrif þau geta haft á neytendur.  BAA sem á flugvelli í UK hefur gert tilraunir með tónlist á Glasgow flugvelli.  Fyrirtækið prófaði nýlega í 6 vikur að keyra umhverfishljóð með fuglasöngi og sjávarhljóðum á flugvellinum.  Með því að mæla verslun með þessari umhverfistónlist og svo þeirri tónlist sem var venjulega komst BAA að því að sala fór upp um 10% þegar afslappandi umhverfistónlistin var í gangi!

 

Það er þekkt að matsölustaðir geta stytt þann tíma sem fólk situr og borðar með því að spila hraða tónlist og róleg tónlist hefur öfug áhrif. Kannanir hafa einnig sýnt að róleg tónlist lætur fólk eyða meiri tíma í verslunum og bein orsakatengsl hafa verið fundin við aukin viðskipti þegar tónlistin er rólegri (meira afslappandi).

 

Eftir að hafa farið frekar víða og þá í tískuvöruverslanir í mörgum löndum hef ég tekið eftir því að allar reyna að vera með einhverskonar danstónlist í gangi til að vera hip og kúl.  Þetta er alveg alrangt og getur skv. rannsóknum komið niður á tekjunum þeirra.  Verslun sem veltir 100 milljónum getur orðið af 10 milljónum á ári með vitlausann geisladisk í gærjunum!  Það þarf ekki að vera stílbrot að vera með rólegri tónlist, bara finna réttu tónlistina sem passar karakternum.

 

Hver segir að markaðsfólk geti ekki haft áhrif á neyslu?!

 - - -  

Er annars á Faro flugvelli í Portugal á leið til London, svo verður ferðinni heitið til Íslands í kvöld. 

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Agnar Ólason

Skemmtileg grein og áhugaverð. Satt er það, markaðsfólk getur haft áhrif á neyslu, en ef ekki er innistæða fyrir vörunni/þjónustunni er sú neyslustýring vitanlega aðeins til skamms tíma. En með því að hafa hurðaskellinn bæði þungan og þéttan halda Daimler-Benz í sína kúnna, svo dæmi sé tekið ...

Jón Agnar Ólason, 13.5.2007 kl. 09:44

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband