Miðlar og auglýsingatekjur

Margir kollegar mínir hafa kvartað yfir því að íslenskar auglýsingastofur og markaðsstjórar hafi ekki hugmynd um hvernig eigi að nota netið sem miðil.  Auglýsingamarkaðurinn í Englandi er sennilega einn sá þroskaðasti í heiminum og hér skiptir netið miklu máli og verður mikilvægari og mikilvægari miðill með hverjum mánuðinum sem líður.

Ég hef verið að velta þessu fyrir mér, sú átt sem Bretland er að fara í í net auglýsingum á bara ekki við á Íslandi.  Google, affiliate marketing o.s.frv.  Íslands markaður er svo litill að það er óþarfi...hvað stendur þá eftir á netinu?  Hendi einn færslu hér fljótlega með ýmsu sem ég hef verið að spá í en annað en presencinn á netinu, upplýsingagjöf og gátt til að eiga samskipti við viðskiptavinina þína finnst mér netið ekki eiga mjög marga sterka punkta á Íslandi...og þó.

Hvernig skiptast auglýsingatekjur á miðla í UK síðustu ár? Kemur eitthvað á óvart?

ad rev

 Dagblöð, tímarit hafa lækkað mikið Útvarp sömuleiðis eitthvað aðeins.  Ég er reyndar á því að útvarp sé dauður auglýsingamiðill innan nokkra ára.  Þegar netið verður komið út um allt og FM957 keppir við Capital Radio í UK og Kiss í US eiga ekki allir eftir að hætta að hlusta á FM957, bara mjög margir.  Minni og dreifðari hlustun, minni auglýsingatekjur, minna hægt að skapa og gera.

Útvarp er nefnilega bara að spila lög, það er ekkert content að verða til þar sem er áhugavert.  Í dag skiptir content ÖLLU máli!  Á FM957 er það t.d. bara einn þáttur, Zúber þar sem verið er að búa eitthvað til..en samt er meiri tónlist í honum en tal. 

Dagblöð eru líka að missa marks og reyndar tímarit líka, lestrartölur fyrir bæði eru að dala og auglýsingatekjurnar fylgja með. 

- - -


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað er verið að búa til í Zúber?????????? 

jal (IP-tala skráð) 12.5.2007 kl. 15:53

2 identicon

Það eru viðtöl, grín og brandarar...það er alveg content útaf fyrir sig.  Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni er reyndar dæmi um seljanlegra content...en kannski bara mín skoðun.

Útvarpið þarf aðeins að fara endurskoða sig í ljósi þess sem er framundan.

Gudmundur (IP-tala skráð) 13.5.2007 kl. 09:11

3 identicon

Já ok, svoleiðis.

Ég gerði mér ekki grein fyrir að popptónlist með flissi og stuttum tilkynningum um hvað klukkan sé væri í raun content sem væri í mikilli og góðri þróun.

jal (IP-tala skráð) 13.5.2007 kl. 13:06

4 identicon

Passa hrokann jal ;)

Gudmundur (IP-tala skráð) 14.5.2007 kl. 00:51

5 identicon

Hrokann? Ég hélt að þetta héti staðreyndir en ekki hroki?

jal (IP-tala skráð) 14.5.2007 kl. 11:05

6 Smámynd: Andrés Jónsson

Fínar pælingar Guðmundur. Gott og relevant content verður alltaf mikilvægt. En auglýsendur munu alltaf finna leiðir til að koma sér að í leiðinni. Ertu ekki sammála? En þessar breytingar skapa tækifæri fyrir nýja aðila sem hugsa og vinna hraðar en þeir sem fyrir eru á markaðnum...

Andrés Jónsson, 20.5.2007 kl. 18:45

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband