Hafa ritstjórnarstefnur blaða áhrif á virkni auglýsinga?

Auglýsendur á Íslandi taka oft ákvarðanir um að auglýsa ekki í ákveðnum miðlum (slúðurblöðum sem dæmi) ef ritstjórnarstefnan þar er þeim ekki að skapi. Þeir telja að trúverðugleiki auglýsinganna þeirra sé lakari í slíkum miðlum en öðrum.
Er auglýsingin þín trúverðugri í National Enquirer en People?


Í rannsókn Valentine Appel Editorial Environment and Advertising Effectiveness sem birtist í Journal of Advertising Reseach des 2000 komst höfundur að því að trúverðugleiki sé ekki minni í slíkum blöðum á meðal lesenda þeirra. Með öðrum orðum, ritstjórnarstefna blaðsins hefur engin áhrif á viðhorf lesenda þess á auglýsta vöru.


Í stuttu máli, á meðal lesenda National Enquirer nýtur auglýsing sama trúverðugleika og í People. Þeir sem lesa hins vegar ekki National Enquirer höfðu ekki sömu trú á auglýsingunni í rannsókninni. Það skiptir auglýsendur auðvitað litlu því þeir sjá ekki auglýsinguna í miðlinum hvort eð er, þar sem þeir lesa aldrei blaðið.


Ef við heimfærum yfir á Ísland eru engar vísbendingar sem benda til þess að GK vörumerkið eigi eitthvað síður heima í DV en Blaðinu. Í báðum miðlum nær auglýsingin sömu hughrifum á meðal lesenda miðlanna. Dekkun þeirra og snertiverð er þá það sem eftir stendur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband