Alcan og Rannveig Rist - viðskiptaverðlaun Viðskiptablaðsins

VB620
Í gær fylgdist ég með Rannveigu Rist taka við viðskiptaverðlaunum Viðskiptablaðsins fyrir árið 2010. Hún er fær stjórnandi í farsælu fyrirtæki.  
 
Tvennt þótti mér áhugavert í þakkarræðunni hennar:
 
  • Hún minntist á hvað það var ögrandi að vera rekstrar-framkvæmdastjóri á Íslandi á bólu árunum.  Það var í tísku að vaxa með yfirtökum og hátt hlutfall af fyrirtækjum hættu að vera rekstrarfélög og urðu fjárfestingafélög.  Framkvæmdastjórar hörfuðu frá því að setja fókus á að ná hámarks framlegð úr sölu á vöru/þjónustu.  Það var því ekki flottur undirliggjandi rekstur sem skapaði skilyrðin fyrir þessar yfirtökur heldur auðfengið fjármagn. Rannveigu tókst að forðast þessa tískubólu og synti því á móti straumnum að eigin sögn. Stjórnendur álversins hafa alltaf verið með augun á innri vöxt sem hefur skapað því sterkann grunn.  
  • Mig minnir að ártöl stórra fjárfestinga Alcan á Íslandi hafi verið:  í upphafi þegar álverið var opnað 1969 og stækkun á álverinu 1995 en nú ræðst fyrirtækið í aðra mikla stækkun. Árið 1969 var kreppa því síldin hafði horfið, það var mini kreppa í kringum 1995 og öll þekkjum við ástandið í dag.  Vendipunktar í rekstri Alcan hafa því alltaf verið á mögrum árum Íslands.  
 
Kjörís var einnig að taka við viðskiptaverðlaunum á dögunum en það var stofnað í kreppunni 1969. Eflaust eru mun fleiri svona dæmi til en þau sýna að það er ekki í meðbyr sem flugdrekinn tekur á loft, heldur í mótvindi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband