Föstudagur, 3. desember 2010
Nýjar tölur fyrir Ísland - Fleiri hafa notað leitarvélar en sent tölvupóst!
Það er margt áhugavert í nýjum tölum frá Hagstofunni um net notkun Íslendinga. Á milli ára hækkar hlutfall Íslendinga á netinu úr 93% í 95%. Fleiri Íslendingar hafa jafnframt notað Google og aðrar leitarvélar en sent tölvupóst!
Þegar spurt er hvað fólk er að gera á netinu, og niðurstöður bornar saman við 2002 og 2009 er margt áhugavert sem kemur í ljós eins og myndin sýnir.
Fólk er að lesa frétta og afþreyingarefni á netinu sem aldrei fyrr. 90% af Íslendingum nota nú netið í leit af upplýsingum um vörur og þjónustu.
Nú hafa nokkur hundruð íslendingar komið á námskeið hjá okkur okkur Kristjáni í markaðssetningu á netinu - það virðist vera nokkuð jafnt yfir línuna að flest íslensk fyrirtæki eru ekki að nota leitarvélarnar í sínu markaðsstarfi. Fullt af fyrirtækjum eru því að missa af miklum viðskiptum. Í mörgum tilfellum eru viðskiptin að fara til samkeppninnar því hún kemur fyrst upp ef lausnin er Google-uð.
Það er því nokkuð ljóst að stærsta sóknarfærið á netinu í dag er með leitarvélunum, óháð því hvort fyrirtæki séu að sækja á heimamarkað eða á erlend mið.!
Flokkur: Alkemistinn | Breytt 2.12.2010 kl. 21:27 | Facebook