Google Instant - uppfærsla á leitarvélinni í vikunni - mikil breyting!

Google gaf út nýja viðbót við viðmótið sitt sem þeir kalla Google Instant í vikunni.   Leitarniðurstöður byrja núna að birtast um leið og notendur byrja að slá inn leitarorð.  Niðurstöðurnar byrja að koma eftir að fyrsti stafur í orði er slegin inn og áður en slegið er á enter.  Google er með þessu að reyna spara notendur tíma.

Það getur sparað 2-5 sekúndur per leit að nota „Google Instant“ viðmótið
Ef allir í heiminum nota „Google Instant“ áætlum við að það sparist 3,5 billjón sekúndur á dag. Það þýðir 11 „sparaðar“ klukkustundir á hverri sekúndu
15 nýjar tæknilausnir búa að baki „Google Instant“ tækninni.

Þessi breyting hefur eingöngu með framsetningu að gera en hefur engin áhrif á leitarniðurstöður.  Þessar breytingar muni ekki koma til íslands alveg strax en koma væntanlega fljótlega.
 
Það er alveg ótrúlegt að Google geti byrjað að leita á meðan notendur eru að skrifa inn orðin - sagan segir að álagið á netþjónana þeirra 20 faldist með þessari nýjung.  Eitthvað hefur verið af umframgetu hjá þeim greinilega! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband