Fimmtudagur, 26. ágúst 2010
Markaðsfólk og góðverk = Sigur í samkeppni?
Í nýlegri rannsókn kom fram að það er lítil vitund á meðal almennings á góðverkum fyrirtækja. Mörg fyrirtæki styrkja hin ýmsu góðu málefni sem fáir vita af en því uppskera fyrirtæki ekki góðan hug frá almenningi fyrir vikið.
Þetta er slæmt því kannanir sýna að fólk er tilbúið að borga meira fyrir vörur og þjónustu frá samfélagslega ábyrgum fyrirtækjum.
Hvernig getur markaðsfólk bætt úr þessu? Besta leiðin er að tryggja að það sé tengin á milli þess sem fyrirtæki styrkir og staðfærslu þess á markaðinum. Með öðrum orðum að það sé samnefnari á milli ímyndarþátta fyrirtækisins í hugum fólks og málefnisins sem fyrirtækið styrkir. Þannig verður auðveldara fyrir fólk að þekkja aðgreiningu fyrirtækisins á markaðinum.
Við þetta eykst almenn vitund á staðfærslu fyrirtækisins eykst og það verður líklegra að fyrirtækið fái góðan hug frá fólki vegna þeirra góðu málefna sem það leggur lið.
Meginflokkur: Sigur í samkeppni | Aukaflokkar: Fjölmiðlar, Markaðsmál, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 20:50 | Facebook