Fimmtudagur, 6. maí 2010
Hvernig getur þitt fyrirtæki grætt á markaðsherferðinni fyrir Ísland?
Nú er að fara af stað stærsta markaðsherferð sem nokkurn tímann hefur farið af stað á Íslandi. Verkefni: kynna Ísland sem áhugaverðan ferðamannastað.
Ég hefur áður sýnt þessa mynd hér að neðan sem er tekin úr Google Trend. Hún sýnir þróunina á leitum eftir Iceland frá því 2004. Til bakahruns í lok árs 2008 var þessi leitarfjöldi frekar stöðugur (c á myndinni). Fjöldi leita hélst svo stöðugt þar til eldgosið hófst (sjá e á mynd) en þá margfaldast leitir.
Nú þegar herferðin fer af stað að þá á áhugi á Íslandi eftir að aukast aftur. Því þurfa allir í ferðaþjónustu að tryggja að útlendingar finni þjónustu þeirra þegar byrjað er að íhuga Íslandsferð. Það er ekki nóg fyrir þig að áhugi fyrir Íslandi hefur aukist - þú verður einnig að tryggja að viðskiptin fari til þín!
Við Kristján Már eigum nú aðeins tvö námskeið eftir áður en landsátakinu okkar í samstarfi við Útflutningsráð og MBL.is líkur. 10 maí verðum við í Reykjanesbæ og 11 maí í Reykjavík. Það er því síðasti séns að skrá sig, og fá þekkinguna sem þarf til að tryggja sýnileika á netinu í þessari miklu athygli sem landið er að fá.
Skráning og nánari upplýsingar eru inni á www.online.is
Meginflokkur: Auglýsingar | Aukaflokkar: Auglýsingar á netinu, Markaðsmál, Markaðssetning á netinu | Facebook