Sunnudagur, 9. maí 2010
Sterk vörumerki - Virgin Mobile, Stella, Kók og Pepsí
Þegar munurinn á sterkum og veikum vörumerkjum er skýrður er oft talað um bragðprófun á kók og Pepsi (það eru margir kennarar sem nota þessa tilraun í tímum til að leggja áherslu á þetta). Nemendur eru þá látnir skrifa niður hvort þeim líki betur, kók eða Pepsi, en eru síðan látnir drekka sopa af báðum drykkjum án þess að sjá hvor er hvað.
Þeir sem segjast drekka kók frekar en Pepsi (fyrir bragðprófið) segjast samt oft líka betur við Pepsi þegar þeir smakka báða drykkina blindandi!
Stella bjórinn kemur yfirleitt ekkert sérstaklega vel út í bragðprófunum sem eru blindandi (fólk veit ekki hvaða vörumerki það neytir). Þegar fólk fær hins vegar að sjá að það er að drekka Stella bjór, er hann yfirleitt í efstu sætunum!
Í Bretlandi hafa kannanir sýnt að fólki finnst hljómgæði símtala hjá Virgin Mobile mun betri en T-mobile. Þetta finnst Bretum þrátt fyrir að Virgin mobile sé að nota T-mobile símkerfið og því auðvitað engin munur. Vörumerkið Virgin Mobile er hins vegar sterkara í ákveðnum skilningi í hugum fólks.
Þeir 6 eiginleikar sem sterk vörumerki hafa eru:
- Enjoy greater loyality and be less vulnerable to competitive marketing action
- Command larger margins and have more inelastic responses to price increases and elastic response to price decreases
- Receive greater trade coopoperation and support
- Increase marketing communication effectivness
- Yield licensing opportunities
- Support brand extension
Meginflokkur: Auglýsingar | Aukaflokkar: Auglýsingar á netinu, Markaðsmál, Markaðssetning á netinu | Breytt s.d. kl. 22:25 | Facebook