Fimmtudagur, 22. apríl 2010
Hversu vel virka Facebook auglýsingar - Ný Nielsen rannsókn.
Markaðsrannsóknarfyrirtækið Nielsen hefur skoðað árangur Facebook auglýsinga, og þá samanburð á árangri auglýsinga sem eru keyptar miða við árangur af auglýsingum sem eru keyptar ásamt því að vera dreift/"liked" af vinum á samfélagsmiðlinum. Könnunin var gerð yfir 6 mánaða tímabil, gögn frá 800.000 notendum voru notuð, 125 herferðir frá 70 auglýsendum.
Myndin að neðan sýnir mun áhrifa á hug fólks eftir því hvort það sér auglýsingu eða sér auglýsingu og líkar hún (gefur þumal)
Fólk sem sér bæði auglýsingu á vegg vina og sáu keyptu auglýsinguna eru þrisvar sinnum líklegri til að muna eftir auglýsingunni. Vörumerkjavitund fólks jókst um 4% við að sjá auglýsinguna á Facebook, en þegar fólk sá líka skilaboðin á veggjum vina jókst vörumerkjavitund um tæplega 12%.
Meginflokkur: Viðskipti og fjármál | Aukaflokkar: Fjölmiðlar, Markaðssetning á netinu, Vísindi og fræði | Facebook