Þriðjudagur, 23. febrúar 2010
Námskeið í markaðssetningu á netinu
Þá eru fjögur námskeið að baki. Við félagarnir höfum nú verið á Ísafirði, Akureyri, Egilsstöðum og í Reykjavík. Erum í Reykjavík aftur á morgun en svo er það Selfoss 8 mars. Allar nánari upplýsingar um námskeiðin í markaðssetningu á netinu má finna hér.
Fyrirtæki í öllum geirum geta haft hag að því að nýta sér verkfærin á netinu við að koma skilaboðunum sínum á framfæri. Dúkkulísur, rækjur, skartgripir, hugmyndir, fatnaður, flugferðir, hótelnætur, skoðunarferðir, fjármálastofnanir og aðdáendasíður eru á meðal þeirra vara sem fólkið á námskeiðunum hjá okkur er að selja.
Bókin okkar er nú uppseld hjá okkur, en einhver örfá eintök eru til í einhverjum verslunum. Við erum að reyna af miklum krafti að prenta nýtt upplag en námskeiðin eru jafnframt að ganga vonum framar.
Meginflokkur: Viðskipti og fjármál | Aukaflokkar: Dægurmál, Fjölmiðlar, Menntun og skóli | Facebook