Sunnudagur, 24. janúar 2010
Bónus, Krónan og verð
Fyrir um sex árum, þegar ég var í stjórn Frjálshyggjufélagsins, skrifaði ég grein um það hvað samskeppniseftirlitið væri í raun óþarft. Verðsamráð gæti átt sér stað án þess að menn væru að hittast í Öskjuhlíðinni.
Í Krónunni í vikunni var ég minntur á þetta. Myndin að neðan sýnir útsendara Bónus sem fer allan daginn á milli verslana og gerir verðsamanburð í tölvu sem sendir gögnin strax beint í upplýsingakerfi Bónus. Framkvæmdastjórar fyrirtækjanna tveggja þurfa því ekki að hittast, heldur senda þeir bara merkjasendingar til hvors annars með verðbreytingum - þeir læra á hvorn annan - og að lokum eru þeir farnir að vita nákvæmlega hvernig hinn hagar verðunum hjá sér ef einhverjar breytingar verða í umhverfinu (kostn. á innflutning etc).
Þannig geta þeir, ef þeir kjósa svo, haldið verðum hærri (og auðvitað lægri) án þess að funda um það.
Meginflokkur: Viðskipti og fjármál | Aukaflokkar: Markaðsmál, Vefurinn, Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 09:42 | Facebook