Færsluflokkur: Íþróttir
Mánudagur, 25. janúar 2010
Handboltalandsliðið og Icelandair
Icelandair hefur stutt Handboltasamband Íslands (og þ.a.l. Landsliðið í handbolta) í yfir 50 ár. Núna í kringum Evrópumótið fór fyrirtækið aftur af stað með herferðina Í blíðu og stríðu. Í raun er Í blíðu og stríðu regnhlíf yfir íþróttastuðning Icelandair og vettvangur þar sem Icelandair gerir þjóðinni kleift að senda keppendum stuðningskveðjur. Á IBS.IS er hægt að sjá viðtöl, fréttir og myndbönd af strákunum á milli leikjanna og fá þannig svolítið öðruvísi sýn á liðið. Auðun Blöndal er svo með þátt á www.ibs.is þar sem hann lýsir leikjunum, grínast og gefur flugferðir á meðan á leikjunum stendur. Hann fær einnig gesti í heimsókn eins og Pétur Jóhann, Gilz ofl.
Árangurinn hefur ekki látið á sér standa...yfir 1000 video kveðjur hafa nú verið sendar og annað eins af textakveðjum. Það skemmtilega við þær er að strákarnir skoða þær daglega úti í Austurríki og er þeim mikil hvatning! Kveðjan hennar Rebekku var valin fyrsta besta kveðjan og fékk hún að launum ferð fyrir 2 til Evrópu með Icelandair...en fleiri vinna, svo það er ennþá tækifæri!
Um 30.000 íslendingar hafa verið að horfa á útsendingarnar hjá Audda á meðan á leikjunum stendur, frábær árangur og skemmtilegt verkefni.