Færsluflokkur: Þjónusta
Fimmtudagur, 7. október 2010
Óánægðir viðskiptavinir, hefur þitt fyrirtæki efni á þeim?
Óánægðir viðskiptavinir segja vinnufélögum, heitapottsfélögum, spilafélögunum og raunar öllum sem hann hittir næstu 2 til 3 daga frá reynslu sinni.
Sölumenn tala kannski að jafnaði við 2 óánægða viðskiptavini á viku, sem eru 104 á ári per sölumann.
Ef þú ert með 6 sölumenn eru það 624 óánægðir viðskiptavinir á ári, sem gætu sagt 12 manns hver frá slæmu reynslu sinni af viðskiptunum, það eru 7448 manns sem hafa slæma sögu að segja um fyrirtækið.
Ef þetta gengur svona í 5 ár hafa að lokum 37.240 íslendingar heyrt hversu slæma þjónustu fyrirtækið þitt er að bjóða.
Í dag er fólk hins vegar að deila slæmum sögum á bloggum, Facebook, Twitter og öðrum samfélagsmiðlum. Það er því mun líklegra að hver sem hefur slæma sögu að segja um fyrirtækið deili henni með fleirum en áður. Margfeldisáhrifin eru því meiri.
Hefur þitt fyrirtækið efni á að vera með óánægða viðskiptavini?