Færsluflokkur: Fjölmiðlar

Sigur í samkeppni

  

4545-4001-175x247

Ég var nýlega að lesa aftur bókina Sigur í samkeppni eftir Boga Þór Siguroddsson.  Virkilega góður inngangur að markaðsfræðunum.  Eins og við tölum um í bókinni okkar Markaðssetning á netinu hefur í raun ekkert breyst með tilkomu netsins hvað varðar grunn þætti faglegs markaðsstarfs.  

Við þurfum að vita hvað viðskiptavinir okkar vilja, uppfylla þær þarfir og gera það á stöðugan hátt. 

Grunn kenningar eins og STP (Segmentation, Targeting, Promotion) og 4P (Price, Place, Product, Promotion) eiga enn alveg eins við í dag og áður en netið hefur haft áhrif á 4P-in (og reyndar einnig möguleika okkar í markaðshlutun með STP),  en ekki drepið nein P né STP.  

Í raun má fullyrða að án þess að huga að þessum grunn þáttum endi markaðsfólk á villigötum - en ég hugsa að fleiri vinni eftir STP og 4P á einn eða annan hátt án þess að kannski gera sér grein fyrir því.  Í öllum tilfellum má hins vegar ná meiri árangri með því að passa að öllum þáttum sé sinnt vel.

Ég hvet alla sem eru áhugasamir um fræðin, og hafa ekki lesið hana, að næla sér í eintak.  Það er ennþá hægt að fá hana í Eymundsson ofl. stöðum, en bókasöfnin eiga hana öll. 

 

 

 


Ímark, Sjóvá og Kári Stefáns - stundum er best að þegja!

Á hádegisverðarfundi Ímark í dag sagði Sigurjón Markaðsstjóri Sjóvá skemmtilega litla dæmisögu sem er myndlíking fyrir það að stundum er best að þegja þegar fyrirtæki eru í krísu.

Sagan var á þann veg að lítill fugl var að fljúga frá Íslandi eitthvað austur yfir hafið í átt að meiri hlýju.  Fuglinn verður svo fyrir því óláni að hann flýgur beint í kúamykju.  Þar var hlýtt og fuglinum leið vel...en hann var fastur og byrjaði að tísta.  Þá kom örn og át fuglinn.  Af sögunni getum við dregið þann lærdóm að stundum, þegar við erum yfir haus í skít, er best að þegja!

Kári Stefánsson sagði svipaða sögu í Morgunblaðinu fyrr á árinu sem mér þótti frábær:

,,Einu sinni var guðsmaður á gangi úti í skógi að vetrarlagi.  Hann rakst á lítinn fugl sem lá á jörðinni, helkaldur og í þann veginn að deyja.  Hjartahlýja, sem er atvinnusjúkdómur guðsmanna hrjáði þennan ágæta mann að því marki að hann tók fuglinn upp til þess að reyna bjarga honum.  Hann leit í kringum sig og sá kúamykju sem var svo nýfallin að það rauk enn úr henni.  Guðsmaðurinn setti fuglinn ofan í mykjuna og hann vaknaði og fór að syngja.   En fuglinn var svo óheppinn að rétt hjá var refur sem heyrði sönginn, rauk til og át hann.  

Það má draga af sögu þessari þrenns konar lærdóm

#1 Sá sem setur þig ofan í skítinn er ekki endilega óvinur þinn

#2 Sá sem tekur þig upp úr honum er ekki endilega vinur þinn

#3 Þegar maður er ofan í skítnum, upp að eyrum, á maður ekki að syngja." 


Uppáhalds bækur Kevin Lane Keller (markaðsmál / mörkun)

exec_faculty_klk

Ég bað Kevin Keller að mæla með bókum um mörkun (e. branding) þegar hann var á Íslandi.  Hann nefndi þessar hér að neðan sem eru í miklu uppáhaldi hjá honum: 

Morgan, Adam (2009), Eating the Big Fish, 2nd ed. Hoboken, N.J.: John Wiley & Son.

Kelly, Francis J. III, and Barry Silverstein (2005), The Breakaway Brand. New York, N.Y.: McGraw-Hill

Gerzema, John, and Ed Lebar (2008), The Brand Bubble. New York, NY: Jossey-Bass.

Bedbury, Scott (2002), A New Brand World. New York, N.Y.: Viking Press.


Stærsta auglýsingaherferð Íslandssögunnar að fara af stað!

Nú er að fara af stað sennilega stærsta auglýsingaherferð sem hefur verið ráðist í á Íslandi. Virkilega jákvætt skref í átt að mikilli sókn í að ná fleiri erlendum ferðamönnum til Íslands.

Staðfærsla herferðarinnar : Inspired by Iceland : http://inspiredbyiceland.is/

ibi_219x49_white.gif

 

 

 

Það verður gaman að sjá hvernig ,,execution-ið" verður á herferðinni þegar allt verður komið á hreint - en þetta lofar góðu! Greinilegt er af heimasíðu verkefnisins að íslenska þjóðin fær að taka þátt.

Hér er tilkynning af www.saf.is sem birtist í dag:

 

,,Á ferðamálaþingi í dag undirrituðu Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra og Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs samning við  Samtök ferðaþjónustunnar (SAF), Icelandair, Reykjavíkurborg, Iceland Express, Útflutningsráð um markaðsátak í ferðaþjónustu í maí og júní 2010 vegna áhrifa eldgossins í Eyjafjallajökli á árinu 2010 á atvinnugreinina.

Samningsaðilar munu ráðast í markaðsátak sem beinist að erlendum ferðamönnum. Ferðaþjónustufyrirtækin standa fyrir framleiðslu kynningar- og auglýsingaefnis sem síðan verður til frjálsra afnota í maí og júní. Opinberir aðilar munu fyrst og fremst stuðla að útbreiðslu átaksins með því að styrkja birtingu og dreifingu á efninu sem víðast.

Einnig verður efnt til þjóðarátaks um að bjóða fólki og ferðamönnum til Íslands „Fyrirtæki í ferðaþjónustu verða drifkrafturinn í þjóðarátakinu en vonast er til þess að allir Íslendingar líti á sig sem sendiherra þess“, sagði iðnaðarráðherra á ferðamálaþingi. „Öllum Íslendingum, fyrirtækjum, einstaklingum, samtökum og hópum verður boðið að nota sér það auglýsinga- og kynningarefni sem framleitt verður og nýta í sínum tengslanetum og samskiptum til þess að bjóða fólk og ferðamenn velkomna til Íslands. Ég hvet alla sem vettlingi geta valdið að taka þátt í átakinu.“

Markmið átaksins er að draga úr neikvæðum áhrifum á trausta markaði sem tekið hefur langan tíma að byggja upp. Átakinu er einnig ætlað að styrkja ímynd Íslands og skapa tækifæri úr þeirri umfjöllun sem landið hefur fengið á erlendum vettvangi.

Eins og samþykkt var á ríkisstjórnarfundi 27. apríl s.l. mun ríkissjóður mun leggja allt að 350 milljónir króna til verkefnisins gegn því að jafnháu mótframlagi verði varið í verkefnið af hálfu fyrirtækja í ferðaþjónustu og annarra aðila sem hafa hag af verkefninu. Framlög annarra samningsaðila eru eftirfarandi: Icelandair leggur til 125 milljónir, Reykjavíkurborg leggur til 100 milljónir, Iceland Express leggur til 50 milljónir, Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) leggja til 43 milljónir og  Útflutningsráð leggur til 30 milljónir. Markaðsstofur landshlutanna hafa tilkynnt 2 milljónir króna inn í átakið..

Útflutningsráð mun hafa umsjón með fjárreiðum verkefnisins og nýtur við það fulltingis Skrifstofu rannsóknastofnana atvinnuveganna (SRA). Í þessu felst m.a innheimta framlaga samningsaðila, bókhald fyrir verkefnið og greiðsla reikninga vegna kostnaðar við verkefnið. Útflutningsráð  skilar fjárhagslegu lokauppgjöri vegna verkefnsins til annarra samningsaðila 1. ágúst 2010. Umsjón með markaðsátakinu verður í höndum sérstakra verkefnisstjórna á vegum samningsaðila. 

Mynd: Frá vinstri Birkir Guðnason, Icelandair; Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra; Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra, Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri; Matthías Imsland, Iceland Express; Árni Gunnarsson, SAF og Jón Ásbergsson, Útflutningsráði."

 


Gríðarlegt markaðstækifæri fyrir Ísland - og Skýrr ráðstefna

Ég fór í dag á ráðstefnu hjá Skýrr um markaðssetningu á netinu.  Þar kom margt áhugavert fram. Ég var virkilega hrifin af fyrirlestri Kjartans Sverris sem ég starfa með hjá Icelandair.  Icelandair hefur nú í áföllum undanfarinna vikna náð miklum árangri í dreifingu frétta á samfélagsmiðlunum.  Það var margt áhugavert í kynningu Kjartans. T.d. að Flugherinn í US er að opna á samfélagsmiðlana í öllum herstöðvunum sínum út um allan heim.  Fyrst þeir leyfa starfsmönnum sínum að vera þar...þá ættu öll fyrirtæki að geta gert það!  Mantra flughersins "It's our GOAL to make every single airman in the force part of the communication team."

 Ætla fjalla betur um þessa vel lukkuðu ráðstefnu fljótlega.

- - -

Með því að nota Google Trend tólið er hægt að sjá hvernig leitum eftir "Iceland" hefur fjölgað gríðarlega eftir að eldgosið hófst.  Bankahrunið var bara ,,grín" miða við athyglina sem landið er að fá núna eins og myndin að neðan sýnir (sýnir fjölda leita sem inniheldur orðið Iceland frá 2004 til dagsins í dag).  

  

google_iceland_986518.gif
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Það er því nokkuð ljóst að Ísland hefur fengið athygli, nú þarf að snúa þessari vitund og hugsanlega áhuga yfir í löngun og kaup á ferð til landsins...en til þessa hefur helsta vandamálið verið sú staðreynd að svo fáir vita eitthvað um okkur...meira að segja basic hlutir eins og hvar landið er og hvernig það er.  
 
Það er því virkilega ánægjulegt að verið sé að búa til stærri samræmda auglýsingaherferð fyrir Ísland en hefur nokkurn tímann áður verið gert.  Ef vel fer, á sú herferði eftir að geta skilað miklum arði fyrir landið allt. 
 
Mörkun landa skiptir máli.  Nýlega í McKinsey Quartely var áhugaverð grein um mörkun landa, en Suður Kórea var notað sem dæmi.  Greinina er hægt að finna hér.

Í gær var ég í Alkemistanum á Inn að tala um námskeiðið okkar í markaðssetningu á netinu

Kjartan Sverrisson, samstarfsfélagi minn hjá Icelandair var svo í seinni hlutanum en við eigum það sameiginlegt að hafa mikla trú á að auglýsingar á netinu geti skilað miklum árangri.

 

 

Alkemistinn 28APR10 from Vidar Gardarsson on Vimeo.


Er markhópurinn þinn að finna þig eða er markaðssetning á netinu ekki til staðar?

Markaðssetning á netinu

Það hefur gríðarlega mikill breyting átt sér stað á kauphegðun með tilkomu netsins. Flestir íslendingar byrja t.d. á því að Googla þegar þeir leita að upplýsingum fyrir kaup á vöru og þjónustu. Á eftir að Googla, kemur að fara á heimasíður fyrirtækja. Markaðssetning á netinu er því orðin geysilega mikilvæg!

Fyrirtæki geta ákveðið að vera ekki á netinu, en ef markhópur fyrirtækisins er þar er tvennt sem getur gerst:

1. Markhópurinn Googlar fyrir kaup og finnur samkeppnina, ekki fyrirtækið þitt. Fyrirtækið þitt tapar viðskiptum.

2. Markhópurinn Googlar og finnur blogg frá einhverjum Jóni út í bæ sem hefur kannski ekki góða sögu af fyrirtækinu þínu. Fyrstu kynni þeirra sem þekkja þig ekki innan markhópsins litast því af því hvað einhver Jón út í bæ er að segja um þig á blogginu sínu, sem kemur upp þegar fyrirtækið þitt er googlað...sem aftur getur gefið kolranga mynd af þjónustu fyrirtækisins!  Öll fyrirtæki verða því að fylgjast með umræðunni og taka markaðssetningu á netinu mjög alvarlega!

Allen Adamson, komst skemmtilega að orði þegar hann lýsti breytingunum:

,,Í gamla daga, ef fólk vildi fá upplýsingar um einhverja vöru, þurfti það að fara út í garð og teygja sig yfir girðinguna til nágrannans og spyrja. Síðar lá fólk í sófanum heima hjá sér og sjónvarpið sá um að hjálpa fólki að finna réttu vöruna með 30 sek auglýsingum. Í dag erum við aftur farin út í garð, en garðurinn í dag er stafrænn þar sem fólk getur hallað sér yfir grindverkið og spurt hvern sem er sama hvar hann býr.”


Hversu vel virka Facebook auglýsingar - Ný Nielsen rannsókn.

Markaðsrannsóknarfyrirtækið Nielsen hefur skoðað árangur Facebook auglýsinga, og þá samanburð á árangri auglýsinga sem eru keyptar miða við árangur af auglýsingum sem eru keyptar ásamt því að vera dreift/"liked" af vinum á samfélagsmiðlinum.  Könnunin var gerð yfir 6 mánaða tímabil, gögn frá 800.000 notendum voru notuð, 125 herferðir frá 70 auglýsendum.

Myndin að neðan sýnir mun áhrifa á hug fólks eftir því hvort það sér auglýsingu eða sér auglýsingu og líkar hún (gefur þumal)

social-advocacy

Fólk sem sér bæði auglýsingu á vegg vina og sáu keyptu auglýsinguna eru þrisvar sinnum líklegri til að muna eftir auglýsingunni.  Vörumerkjavitund fólks jókst um 4% við að sjá auglýsinguna á Facebook, en þegar fólk sá líka skilaboðin á veggjum vina jókst vörumerkjavitund um tæplega 12%.  


Barnið, bloggið og markaðssetning

Fjölskyldan stækkaði í lok síðasta mánaðar. Strákurinn á myndinni fyrir neðan kom þá í heiminn og breytti pabbanum ótrúlega.  Það er ólýsanleg tilfinning að sjá barnið sitt koma í heiminn en ég held að önnur eins ást sé ekki til í heiminum! 

DSC03513

- - -

Við félagarnir erum að fara á Sauðárkrók í dag, en eftir námskeið dagsins eru aðeins 3 eftir í landsátakinu okkar með Útflutningsráði og MBL.IS.  Þetta er búið að vera merkilegt ferðalag og ótrúlega lærdómsríkt.  Við erum einnig að ljúka við að koma bókinni okkar í það form að við getum farið að þróa hana áfram.  Það verða þó nokkrir auka kaflar sem bætast við hana, en allir núverandi kaflar dýpka og breikka en við munum skrifa ferðalagið okkar inn í alla kafla þar sem við höfum safnað alveg ótrúlegu magni af reynslusögum.  Stefnum að nýrri útgáfu í Janúar 2011.

- - -

Ég er mikið lestrar nörd, reyni að lesa 2-3 bækur í hverjum mánuði en miklu meira af greinum.  Hef sett mér það markmið að setja hér inn vikulegt summary af rannsóknum í markaðsfræðum sem mér þykir áhugaverðar. Vonandi getur fyrsta dottið inn síðar í dag eða á morgun.  

- - -

Við Kristján höfum fengið vin okkar til að fara með okkur á Sauðárkrók í dag í lítilli flugvél.  8 klst ferðalag í bíl verður því um 2 klst!  Leggjum í hann um kl 14 en námskeiðið byrjar kl 16 en það eru 30 manns skráðir svo við búumst við stórskemmtilegum degi!  Á morgun er það svo fyrsti vinnudagur hjá Icelandair aftur eftir barneignarfrí, en mikið er búið að ganga á þar undanfarna daga eins og allir vita.  Það verður gaman að mæta aftur til leiks og byrja taka á því!


Markaðssetning á netinu - Síðasti séns að bóka!

augl-fbl_980438.gif

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband