Færsluflokkur: Auglýsingar á netinu
Þriðjudagur, 8. júní 2010
Ný íslensk könnun - hvaða samskiptamiðlum treysta Íslendingar?
Auglýsingar á netinu | Breytt s.d. kl. 17:32 | Slóð | Facebook
Sunnudagur, 9. maí 2010
Sterk vörumerki - Virgin Mobile, Stella, Kók og Pepsí
Þegar munurinn á sterkum og veikum vörumerkjum er skýrður er oft talað um bragðprófun á kók og Pepsi (það eru margir kennarar sem nota þessa tilraun í tímum til að leggja áherslu á þetta). Nemendur eru þá látnir skrifa niður hvort þeim líki betur, kók eða Pepsi, en eru síðan látnir drekka sopa af báðum drykkjum án þess að sjá hvor er hvað.
Þeir sem segjast drekka kók frekar en Pepsi (fyrir bragðprófið) segjast samt oft líka betur við Pepsi þegar þeir smakka báða drykkina blindandi!
Stella bjórinn kemur yfirleitt ekkert sérstaklega vel út í bragðprófunum sem eru blindandi (fólk veit ekki hvaða vörumerki það neytir). Þegar fólk fær hins vegar að sjá að það er að drekka Stella bjór, er hann yfirleitt í efstu sætunum!
Í Bretlandi hafa kannanir sýnt að fólki finnst hljómgæði símtala hjá Virgin Mobile mun betri en T-mobile. Þetta finnst Bretum þrátt fyrir að Virgin mobile sé að nota T-mobile símkerfið og því auðvitað engin munur. Vörumerkið Virgin Mobile er hins vegar sterkara í ákveðnum skilningi í hugum fólks.
Þeir 6 eiginleikar sem sterk vörumerki hafa eru:
- Enjoy greater loyality and be less vulnerable to competitive marketing action
- Command larger margins and have more inelastic responses to price increases and elastic response to price decreases
- Receive greater trade coopoperation and support
- Increase marketing communication effectivness
- Yield licensing opportunities
- Support brand extension
Auglýsingar á netinu | Breytt s.d. kl. 22:25 | Slóð | Facebook
Fimmtudagur, 6. maí 2010
Hvernig getur þitt fyrirtæki grætt á markaðsherferðinni fyrir Ísland?
Nú er að fara af stað stærsta markaðsherferð sem nokkurn tímann hefur farið af stað á Íslandi. Verkefni: kynna Ísland sem áhugaverðan ferðamannastað.
Ég hefur áður sýnt þessa mynd hér að neðan sem er tekin úr Google Trend. Hún sýnir þróunina á leitum eftir Iceland frá því 2004. Til bakahruns í lok árs 2008 var þessi leitarfjöldi frekar stöðugur (c á myndinni). Fjöldi leita hélst svo stöðugt þar til eldgosið hófst (sjá e á mynd) en þá margfaldast leitir.
Nú þegar herferðin fer af stað að þá á áhugi á Íslandi eftir að aukast aftur. Því þurfa allir í ferðaþjónustu að tryggja að útlendingar finni þjónustu þeirra þegar byrjað er að íhuga Íslandsferð. Það er ekki nóg fyrir þig að áhugi fyrir Íslandi hefur aukist - þú verður einnig að tryggja að viðskiptin fari til þín!
Við Kristján Már eigum nú aðeins tvö námskeið eftir áður en landsátakinu okkar í samstarfi við Útflutningsráð og MBL.is líkur. 10 maí verðum við í Reykjanesbæ og 11 maí í Reykjavík. Það er því síðasti séns að skrá sig, og fá þekkinguna sem þarf til að tryggja sýnileika á netinu í þessari miklu athygli sem landið er að fá.
Skráning og nánari upplýsingar eru inni á www.online.is
Mánudagur, 3. maí 2010
Glærur frá morgunverðarfundi Skýrr um markaðssetningu á netinu
Mánudagur, 25. janúar 2010
Handboltalandsliðið og Icelandair
Icelandair hefur stutt Handboltasamband Íslands (og þ.a.l. Landsliðið í handbolta) í yfir 50 ár. Núna í kringum Evrópumótið fór fyrirtækið aftur af stað með herferðina Í blíðu og stríðu. Í raun er Í blíðu og stríðu regnhlíf yfir íþróttastuðning Icelandair og vettvangur þar sem Icelandair gerir þjóðinni kleift að senda keppendum stuðningskveðjur. Á IBS.IS er hægt að sjá viðtöl, fréttir og myndbönd af strákunum á milli leikjanna og fá þannig svolítið öðruvísi sýn á liðið. Auðun Blöndal er svo með þátt á www.ibs.is þar sem hann lýsir leikjunum, grínast og gefur flugferðir á meðan á leikjunum stendur. Hann fær einnig gesti í heimsókn eins og Pétur Jóhann, Gilz ofl.
Árangurinn hefur ekki látið á sér standa...yfir 1000 video kveðjur hafa nú verið sendar og annað eins af textakveðjum. Það skemmtilega við þær er að strákarnir skoða þær daglega úti í Austurríki og er þeim mikil hvatning! Kveðjan hennar Rebekku var valin fyrsta besta kveðjan og fékk hún að launum ferð fyrir 2 til Evrópu með Icelandair...en fleiri vinna, svo það er ennþá tækifæri!
Um 30.000 íslendingar hafa verið að horfa á útsendingarnar hjá Audda á meðan á leikjunum stendur, frábær árangur og skemmtilegt verkefni.
Laugardagur, 23. janúar 2010
Google ætlar sér stóra hluti í farsímum - markaðsfólk verður að sjá þetta!
Fimmtudagur, 21. janúar 2010
Samfélagsmiðlar og Obama - markaðssetning á netinu
Í bókinni okkar, Markaðssetning á netinu, fjöllum við um fimm markmið samfélagsmiðla. Með þeim er hægt að hlusta, eiga samtöl, aðstoða, hvetja og fá hugmyndir (nýsköpun).
Obama notaði samfélagsmiðla mikið í markaðsherferðinni fyrir forsetakosningarnar. Til að einfalda má eiginlega segja að tvö trix hafi gert honum mest gagn.
#1 Rúmlega 13 milljóna manna tölvupóstlisti sem sendur var á daglegur póstur frá Obama sjálfum og stundum öðrum áhrifamiklum stuðningsmönnum.
#2 Hitt var að hann bjó til efni og leiðir fyrir þá sem fylgdu honum til að miðla boðskapnum á netinu svo það yrðu þeir sem myndu snúa þeim sem ekki fylgdu honum eða voru ósannfærðir. Þannig náði hann að gefa milljónum manna sem fylgdu honum smá ,,ownership" í herferðinni sem gerði það að verkum að fólk var mun hvatvísara í baráttunni...því baráttan varð ,,þeirra" barátta!
Mér er mjög að skapi eftirfarandi tilvitnunin í hann, sem rammar vel inn trix #2:
,,Involve your converts, preach to undecideds.
Miðvikudagur, 23. desember 2009
Facebook að rokka, Twitter ekki (enn?)
Á myndinni í síðustu færslu sést hvað Facebook er orðin vinsæll á meðal íslendinga 73% af íslendingum nota Facebook einu sinni í mánuði eða oftar. Fyrir ári síðan var þessi tala undir 50%! Þetta sýnir hvað hjörðin er fljótt að hoppa á nýja tækni!
Myspace og Twitter eru báðir notaðir af sára fáum, en þó Myspace af fleirum en Twitter ólíkt því sem ætla má af umræðunni. Erlendis hefur Twitter verið í mikilli sókn svo líklega á vefurinn eftir að verða vinsælli á næstunni en þó ekkert sé víst í þeim efnum. Myspace er hins vegar hægt og rólega að höfða til færri og færri.
Þessar tölur sína mikilvægi þess fyrir fyrirtæki að hugsa ekki um Facebook strategíu eða Twitter startegíu heldur samskipta strategíu. Samskiptin verða að vera grunnurinn eins og við tölum um í bókinni okkar Markaðssetning á netinu. Þar kynnum við POST líkanið sem hjálpar fyrirtækjum að nálgast samfélagsmiðlana svo árangur náist út frá samskiptunum sjálfum en tæknin er þar í aukahlutverki!
Auglýsingar á netinu | Breytt 25.12.2009 kl. 16:12 | Slóð | Facebook
Miðvikudagur, 16. desember 2009
Bókin í Eymundsson
Auglýsingar á netinu | Breytt 25.12.2009 kl. 16:13 | Slóð | Facebook
Þriðjudagur, 15. desember 2009
Markaðssetning á netinu
Auglýsingar á netinu | Breytt 25.12.2009 kl. 16:13 | Slóð | Facebook