Færsluflokkur: Bloggar
Mánudagur, 17. ágúst 2009
Hvað eru Danir að gera á Netinu?
Mánudagur, 17. ágúst 2009
Ég er alveg hugfanginn af pælingunum í kringum upplifanir...
Þegar ég flutti til Íslands í fyrra og fór að vinna á höfuðstöðvum Icelandair varð ég hugfanginn af pælingunum í kringum upplifanir í markaðsstarfi. Þegar ég datt svo niður á grein eftir James Gilmore og Joseph Pine í HBR sem heitir The Experience Economy small eitthvað og síðan hefur þetta viðfangsefni verið eitt af þeim sem ég hrífst hvað mest af.
Þó markaðsfærsla á Netinu hafi fengið mest af mínum tíma þetta árið hef ég samt sem áður reynt að spá svolítið í þessu líka. Ég hef lesið t.d. báðar bækurnar þeirra Authenticity og The Experience Economy sem fá báðar mín bestu meðmæli.
Ég geng reyndar svo langt að trúa að vilji fyrirtæki vinna í samkeppninni séu þetta pælingar sem fyrirtæki hreinlega verða spá í.
Hér að neðan er stutt myndband af fyrirlestri frá Joseph Pine þar sem hann snertir lauslega á pælingunum í báðum bókunum sem ég nefndi að ofan.
Laugardagur, 15. ágúst 2009
Allir Íslendingar hafa breyst!
Allir eru að versla öðruvísi, velur þú ekki öðruvísi í matarkörfuna þegar þú ferð út í búð? Leyfir þú þér jafn mikið? Ertu farin að taka ódýrari sápuna eða rauðvínið? Flokkar þú margfalt meira undir bruðl núna en þú gerðir fyrir ári?
Einn úr heildsölubransanum sagði mér að kampavín og dýrari vörumerki í áfengi og öðrum vöruflokkum væru öll að hrynja. Bónus er að fá stærri hluta af markaðinum og allar íslenskar vörur seljast margfalt meira en áður!
Þegar umhverfið breytist í þessa átt sýna rannsóknir að fólk leitar inn á heimilin og kýs að eyða mun meiri tíma með fjölskyldu og vinum. Traust og öryggi fara að skipta fólk mun meira máli og hafa djúp áhrif á kaupákvarðanir.
Nú verða fyrirtæki að lesa stöðugt markaðinn og það sem meira skiptir að vera fljót að breyta.
"It is not the strongest of the species that survive, nor the most intelligent, but the one most responsive to change. Charles Darwin
Föstudagur, 14. ágúst 2009
Spurning hvort Emirates sé að velja rétta vettvanginn?
Það hefur lítið uppá sig að birta auglýsingar, sama hversu góðar þær eru, fyrir framan fólk sem getur ekki verslað vöruna.
Ég held því svolítið uppá þessa mynd sem ég tók í miðju stærsta fátækrahverfi Nairobi í Kenía. Þarna er fólk bókstaflega að deyja úr hungri, á hvorki ofan í sig né á.
Samt er auglýsing þar frá einu glæsilegasta flugfélagi í heimi, sennilega er Kinyozi & Blowdry ferðaskrifstofa þarna sem er að selja Emirates.
Auglýsingin má samt eiga það að hún er í stíl við umhverfið en ekki vörumerkið :)
Föstudagur, 14. ágúst 2009
Hvað er Netið að stækka mikið á Íslandi?
Fimmtudagur, 13. ágúst 2009
Facebook er að soga auglýsingar til sín...
"ComScore reported that Facebook ran 21.6% of all UK online display ads in April"
New Media Age - 25 July 2009
Fimmtudagur, 13. ágúst 2009
Starfsfólk á að geta verið á Facebook
"I'm firmly of the view that this is a foolish approach by business," says Collins, explaining that the policy insults employees by assuming they'll behave like irresponsible children. Instead, he proposes the implementation of sensible guidelines. "I'd suggest that it's very okay to use Facebook to stay in contact with industry peer groups at work," he notes as an example, "but demonstrably not okay to use Facebook to play zombie games or Scrabble at work."
Here are some of his recommendations:
- Use employee feedback to write a policy that sets clear parameters and consequences.
- Teach employees how social networks operate, and how to make the most of their business potential.
- Encourage them to engage in ways that will enhance innovation at your company."
Miðvikudagur, 12. ágúst 2009
Treysta Íslendingar því sem þeir lesa á Netinu?
86% Íslendinga sem eru með Net tengingu, nota það til að leita upplýsinga um vöru og þjónustu.
Skv. nýrri könnun frá Nielsen "Global Online Consumer Survey" sem var gerð á 25.000 manns í 50 löndum að þá eru:
90% af Net notendum sem treysta ráðum á Netinu frá fólki sem það þekkir
70% af Net notendum sem treysta ráðum almennt frá fólki og fyrirtækjum á Netinu
(Financial Times 10 July/09)
Miðvikudagur, 12. ágúst 2009