Er markhópurinn þinn að finna þig eða er markaðssetning á netinu ekki til staðar?

Markaðssetning á netinu

Það hefur gríðarlega mikill breyting átt sér stað á kauphegðun með tilkomu netsins. Flestir íslendingar byrja t.d. á því að Googla þegar þeir leita að upplýsingum fyrir kaup á vöru og þjónustu. Á eftir að Googla, kemur að fara á heimasíður fyrirtækja. Markaðssetning á netinu er því orðin geysilega mikilvæg!

Fyrirtæki geta ákveðið að vera ekki á netinu, en ef markhópur fyrirtækisins er þar er tvennt sem getur gerst:

1. Markhópurinn Googlar fyrir kaup og finnur samkeppnina, ekki fyrirtækið þitt. Fyrirtækið þitt tapar viðskiptum.

2. Markhópurinn Googlar og finnur blogg frá einhverjum Jóni út í bæ sem hefur kannski ekki góða sögu af fyrirtækinu þínu. Fyrstu kynni þeirra sem þekkja þig ekki innan markhópsins litast því af því hvað einhver Jón út í bæ er að segja um þig á blogginu sínu, sem kemur upp þegar fyrirtækið þitt er googlað...sem aftur getur gefið kolranga mynd af þjónustu fyrirtækisins!  Öll fyrirtæki verða því að fylgjast með umræðunni og taka markaðssetningu á netinu mjög alvarlega!

Allen Adamson, komst skemmtilega að orði þegar hann lýsti breytingunum:

,,Í gamla daga, ef fólk vildi fá upplýsingar um einhverja vöru, þurfti það að fara út í garð og teygja sig yfir girðinguna til nágrannans og spyrja. Síðar lá fólk í sófanum heima hjá sér og sjónvarpið sá um að hjálpa fólki að finna réttu vöruna með 30 sek auglýsingum. Í dag erum við aftur farin út í garð, en garðurinn í dag er stafrænn þar sem fólk getur hallað sér yfir grindverkið og spurt hvern sem er sama hvar hann býr.”


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll og takk fyrir fínt innlegg.

Það getur stundum verð ágæt að einfalda framsetningu þegar maður vill koma skilaboðum skýrt á framfæri. Það réttlætir hinsvegar ekki að halda því fram að flestir Íslendingar byrji á því að googla þegar þeir leita að upplýsingum um vöru og þjónustu. Það er einfaldlega rangt.

Ef svo væri, þá myndu heimsóknartölur á heimssíður sýna flestar heimsóknir frá google. Svo er ekki!

Beinar heimsóknir gefa nær undantekningarlaust flestar heimsóknir. Sagan um grinverkið segir allt sem segja þarf, þvi maður spyr FÓLK í kringum sig og á netinu hvar maður finnur það sem maður leitar að.

Leitarvélarbestun hjálpar ekki neitt ef náungin sem er hinumegin við grindverkið hefur ekkert álit þá vörunni eða þjónustunni.

kv.

@stjanigunnars

@stjanigunnars (IP-tala skráð) 22.4.2010 kl. 23:59

2 Smámynd: MARKAÐSSETNING Á NETINU

Sælir

Alltaf gaman þegar fólk gefur feedback :-)

Fullyrðingin stenst hjá mér, hún er byggð á rannsóknarspurningu sem Capacent lagði fyrir íslensku þjóðina í lok síðasta árs. Þá voru íslendingar spurðir hvar þeir leituðu helst eftir upplýsingum þegar þeir íhuguðu kaup á vöru og þjónustu. 66% allra íslendinga sögðu netið, 72% þeirra sem eru á aldrinum 16-54 ára (rétt yfir 40% þessa hópst sagðist spyrja fólk í kringum sig). Rannsóknin er kynnt í bókinni Markaðssetning á netinu en unnin af Capacent.

Kaupferlið spannar auðvitað nokkur þrep (áhrifatrektin) og í sumum vöruflokkum fer fólk fljótt frá því að finna þörf og kaupa (fólk hugsar t.d. ekki lengi um kaup á klósettpappír, og er ólíklegt til að Googla tegundir nema um ofnæmi eða eitthvað slíkt sé að ræða).

Spurningin var almenn, almennt séð hvar ....

Allen notar spyrja=googla. Því fólk er að gefa umsagnir, blogga um vörur o.s.frv....Googlar svo við upplýsingaleit og verða fyrir miklum áhrifum af því sem annað fólk hefur sett á netið sem kemur oft upp þegar það Googlar. Sumar rannsóknir (t.d. Nielsen) hafa gefið til kynna að 70% af vestur Evrópu búum treysta/verða fyrir áhrifum af því sem þeir sjá ókunnuga segja á netinu.

Ég held því að þetta eigi mjög vel við en ástæðan fyrir fáum "google" heimsóknum á íslenska vefi held ég að geti verið af tvennum ástæðum (hef samt ekkert fyrir mér í þessu nema eigin vangaveltur).

1. Sum vörumerki eru einfaldlega það sterk (eða fáir starfandi) að fólk fer beint þangað ... Sbr. Icelandair vs Iceland Express

2. Heimasíður íslenskra fyrirtækja eru oft alveg hræðilega slappar og ekki mjög upplýsandi. Þar af leiðandi er leitarvélabestun ekki að gagnast þeim líkt og annars gæti verið.

En íslensk fyrirtæki græða samt á þessari hegðun. Því Keflvíkingurinn sem ætlar að kaupa LCD sjónvarp...les allt um sjónvörpin sem Elko selur á erlendum síðum...og fer svo og nær í það í Elko...en þá er kaupákvörðunin því sem næst komin. Tækið er bara sótt í Elko.

kv

gg

MARKAÐSSETNING Á NETINU, 23.4.2010 kl. 00:29

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband