Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Boys Noize Elektró snilld

Ég er alæta á tónlist en finnst elektró alveg sérstaklega töff.

Var að detta niður á grúbbu sem mér finnst alveg brilljant, Boys Noize.

http://www.myspace.com/boysnoizemusic

Ekki frá því að það séu smá Daft Punk inflúensar hjá þeim annars er ég að tapa mér yfir lagi frá þeim sem heitir Feist.

 


Stemning í London

Mjög skemmtileg helgi að baki.  Donna kom í heimsókn, eldað öll kvöld...brunað til Windsor á laugardaginn og Windsor kastali skoðaður.  Brilljant hvað sveitirnar hérna eru flottar.  Veðrið brilljant en dagurinn fór í að skoða kastalann og spóka sig um í Windsor, hafa það nice á kaffihúsi og tíminn látin líða.

Á sunnudaginn var brunað til Brighton og deginum eytt í að spóka sig um þar.  Þar gæti ég hugsað mér að búa. Litlar þröngar götur, Indverskur kastali í miðri borg og svona strandar stemning þar sem endalausir skemmtistaðir ofl eru við sjóinn.  Öll hús svona frekar lágvaxin og í allskonar skærum litum.  Ferlega sjarmerandi borg.

Annars brjálaðar 3 vikur framundan.  Þessi vika er undirlögð undirbúningi fyrir næsta ár sem verður kynnt á Íslandi í næstu viku.  Sem sagt, Ísland næsta föstudag. Glasgow fimmtudaginn þar á eftir og London daginn eftir, en Benni bróðir og Kristjana koma til London þá helgi og verða hjá mér.  Hlakka mikið til að fá þau til mín.  World Travel Market vikuna þar á eftir sem er stærsta ferðasýning í heimi.  Bæði stanslausir fundir með samstarfsfélögum en einnig hellingur af áhugaverðum fyrirlestrum...verður mjög gaman þar í ár.

Föstudaginn þar á eftir er það svo Tokyo/Kyoto/Osaka í Japan í rúmlega viku.  Við Viðar erum með business class miða og ferðumst þangað í flat beds, báðir skítblankir og förum svo beint á 2* drasl hótel :)  Fljúgum alla vega þangað með Stæl!  Á frænda sem við ætlum að hitta þar, erum að reyna koma okkur í matarboð heima hjá Japönum sem Hilmar frændi þekkir en svo er verið að reyna line-a upp svona non-tourist ferð sem gengur bara ótrúlega vel.  Það er alveg ótrúlega mikið af fólki sem hefur verið í Japan, þekkir einhvern þar eða með einhver tengsl í kringum mann.  Mikil tilhlökkun!

Svo eru bara að koma jól!  Jólaskraut farið að sjást í búðargluggum í London og svona...rugl hvað tíminn líður hratt!


Hundar og kettir geta talað, án gríns!


Nobels verðlaunin eru nú meira bullið...

Það er auðvitað grín að Al Gore hafi fengið sænsku verðlaunin í ár fyrir myndina sína An Inconvenient Truth.  Sérstaklega þar sem breskur dómstóll var búinn að finna miklar staðreyndarvillur í henni sem grefur undan henni sem heimildarmynd en ýtir undir hana sem áróðurstæki.

Ég var að skoða gamalt blogg frá mér frá því 2004, þegar Wangari Maathai vann verðlaunin, hún gengur ekki heldur alveg heil til skógar...sjá gömlu færsluna hér að neðan:

Að lokum mögnuð grein um friðarverðlaunahafa Nóbels í ár í The Economist. Svolítið magnað að hún var að fá friðarverðlaunin fyrir að stuðla að friði með gróðursetningu.

“THIS year's Nobel Peace Prize was awarded last week to Wangari Maathai, a Kenyan environmentalist-turned-politician, for planting 30m trees.”

“By reforesting Kenya, Ms Maathai has made it less likely to go the way of Sudan. And the way she did it—by paying peasant women to plant seedlings in their own villages—empowers women, and so promotes peace even more.”

Ég ætla samt ekkert að gera lítið úr afrekum hennar en eftir að hafa séð yfirlýsingar hennar um AIDS finnst mér ótrúlegt að þessi manneskja fái friðarverðlaunin en áfram segir The Economist:

“As she reiterated last week, she thinks the virus [AIDS] was created by “evil-minded scientists” to kill blacks: “It is created by a scientist for biological warfare.” Ms Maathai also argues that condoms cannot prevent transmission of the virus. Coming from one of the first women in east Africa to earn a doctorate, Ms Maathai's views might be seen as surprising. Coming from a freshly crowned Nobel laureate, they might be considered inexcusable.”


Ástæðan fyrir því að hið opinbera er alltaf óheppilegra en einkageirinn í öllum rekstri...


Hannes berst ötullega við þá sem hrópa heimsendir heimsendir

Þó 1000 manns séu á einhverri skoðun en aðeins 10 á annarri sannar það auðvitað engan vegin að sú sem hefur ekki fjöldann með sér sé röng.  Þannig virðast samt flestir hugsa Global Warming umræðuna í dag.

Ég las Bjorn Lomborg - Skeptical Environmentalistfyrir nokkrum árum og fannst röksemdafærslan sannfærandi.  Þegar Lomborg var lagður í einelti bæði í USA, tekinn af lífi í Scientific America, og rekinn úr dönsku vísindaakademíunni var greinilegt að eitthvað var Lomborg að snerta á viðkvæmum hlutum í bókinni sinni.  Í Scientific America var ekki snert á bókinni hans Lomborg heldur aðeins veist að honum sem persónu.  Danska vísindaakademían þurfti síðar að draga til baka ávítur sínar á Lomborg því rökin hans og gögnin sem hann lagði til hliðsjónar voru ekki hrekjanleg.

Lomborg hefur síðan barist fyrir því að opna augu fólks fyrir því að af öllum vandamálum heimsins að þá er baráttan við Global Warming sennilega sú óskynsamlegasta sem við getum ráðist í. No1 vitum við allt of lítið um hvað veldur, no 2 vitum við alltof lítið hverjar afleiðingarnar eru, no 3 að þá getum við bjargað margfalt fleiri mannslífum á jörðinni með því að tækla Malaríu eða Aids með þeirri atorkursemi sem fer í Global Warming herferðina.  T.d. er hægt að koma hreinu vatni drykkjarvatni til allra jarðarbúa með sama tilkostnaði og Kyoto kostar á einu ári!

Ég er á þeirri skoðun að þetta sé ekki sú vá sem sögð er vera en hins vegar að þetta sé svo "sexy" málaflokkur að hann fær athygli allsstaðar.  Heimsendaspárnar hafa náð athygli fjölmiðla og meira að segja Al Gore fékk friðarverðlaun Nobels fyrir nýju myndina sýna þrátt fyrir að breskur dómstóll sé búinn að dæma hana byggja á 9 graf alvarlegum staðreyndarvillum sem grafa undan henni!  Þetta virðist hins vegar illa ná í fjölmiðla því 1000 manns eru sammála honum en 10 ekki.  Þetta er í raun orðin pólitískur rétttrúnaður þrátt fyrir að gögnin bendi á að þetta sé alls ekki sú vá sem fjölmiðlar boða.

Hannes Hólmsteinn er skoðanabróðir minn og því fagna ég því að hann hafi ráðist í þennan slag við umhverfisofsamenn með það eitt að markmiði að reyna rétta umræðuna aðeins af enda er hún alveg fáránlega einhliða!

Skemmtilegt viðtal við Hannes um þessi mál hér á Rás 2

Gamalt Uncommon Knowledge viðtal við Björn Lomborg hér sem er mjög áhugavert.


Þú verður að flytja til Evrópu eftir vinnu þegar illa árar ef Ísland fer inní ESB!

Það sem mér finnst gleymast í umræðunni er að hagkerfið okkar hættir ekkert að vera viðkvæmt og taka miklar sveiflur þó við göngum í ESB.  Það eina sem breytist er að jöfnunartækin, gengi sem sveiflast og breytanlegir vextir eftir aðstæðum verða ekki stjórnað af okkur og alveg örugglega ekki hagað eftir aðstæðum hér þar sem  Ísland er microríki innan ESB.

Hvernig jöfnum við þá hagsveiflurnar innan ESB?  Með því að fólk flyst til Evrópu þegar illa árar og lítið er um störf á Íslandi...og að við látum Evrópubúa flykkjast til Íslands þegar allt er á fullu.  Fyrirtækin eru samt í toppmálum á meðan almúginn lendir í þessu því vextir og gengi verða mjög stöðug.

Fyrir utan að missa mikið vald yfir skattamálum okkar ofl sem í dag gerir okkur kleift að vera með mun samkeppnishæfara viðskiptaumhverfi en ESB er auðvitað mjög mikið af socialískum reglugerðum sem myndu dynja á okkur.

Ég er ekki mjög hrifin af ESB.  Sérstaklega ekki þegar við erum með fjórfrelsið (frjálst flæði á vörum, þjónustu, fjármagni og fólki) og erum þar af leiðandi að njóta flesta þeirra ábata sem þetta samband gefur okkur.

Held líka að Íslendingar séu ekki tilbúnir til að flytja stanslaust búferlum til að jafna hagsveiflurnar, eða hvað finnst þér?


mbl.is Ísland nær betri fríverslunarsamningum en ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

London á mánudagi

broadway1Svona aðeins byrjað að kólna í London en um þessar mundir er bilaðasti tími ársins í vinnunni, verið að plana næsta ár og svona.  Magnað að í þessum mánuði fyrir ári flutti ég til London. 

Þetta hefur liðið eins og korter!

Nú er maður eiginlega búinn að fara heilan hring.  Taka þátt í öllu þessu hefðbundna sem á sér stað yfir árið í vinnunni auk þess að komast almennilega inní menninguna hérna.

Nú er ég fluttur í nýja íbúð og loksins byrjaður að festa rætur í London.  Hvernig lýsir það sér?  Undanfarnar 3 vikur hef ég eldað oftar heima en síðustu 12 mánuðina þar á undan. Ísskápurinn alltaf fullur (ok, kannski ekki fullur en ekki tómur!) og borðaður morgunmatur áður en maður rýkur út á morgnanna...en allir þessir venjulegu hlutir eru svo stór liður í að festa ræturnar...lífið í London er orðið "eðlilegt" hvað svo sem það þýðir.

Næsta helgi er það road trip um England en sveitirnar hérna eru ótrúlega fallegar.  Windsor kastali á laugardag...og ætli það verði ekki bara Brighton á Sunnudag...með Donnu sem kemur á föst. 

 


Ísland, Raufarhöfn alheimsins!

Það er ótrúlega magnað hversu mikið bull kemst í fréttir á Íslandi, þetta er gott dæmi.  Það er eiginlega hálf sætt.

Fyrir ekki svo löngu var t.d. forsíðufrétt á mbl að réttir fyrir Austan hefðu gengið sérstaklega vel og hvað bændur væru ánægðir með árferðið!

Það er bara svo stutt síðan við komust út úr torfkofunum!


mbl.is Munir úr verslunarþrotabúi seldir í Kolaporti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað verður næst? Verður kynjunum gert skylt að skiptast á að elda kvöldmat heima á kvöldin!

http://www.mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1296546 

Þetta er alveg ótrúlegt...40% af stjórnum fyrirtækja verða að vera skipaðar konum...fyrst verður bréf sent svo fyrirtækjunum lokað verði skilyrðunum ekki fyllt.

1. Hvað í dauðanum kemur það ríkisvaldinu við hverja einkaaðilar skipa í stjórnir fyrirtækja sinna?  þeir sem eiga fyrirtækin hljóta að hafa allan hag að því að ráða hæfasta einstaklinginn hverju sinni hvort sem einstaklingarnir eru Brúnir/hvítir, með typpi/píku, samkynhneigðir/gagnkynhneigðir, rauðhærðir/ljóshærðir...ef fyrirtæki A gerir það ekki, ræður fyrirtæki B þann hæfasta og vinnur samkeppnina.

2. Við erum öll manneskjur og að mínu viti skiptir engu máli hverskonar kynfæri við erum með.  Bæði jafn hæf og öflug.  Með því að ríkið þvingi einstaklingana með ofbeldi að hafa 40% af stjórnum fyrirtækja með eina tegund kynfæra...verða mjög margar konur ráðnar sem hefðu að öðrum kosti ekki verið ráðnar.   Hvaða kona vill fá starf vegna kynfæra sinna? 

3. Hvar er sanngirnin í því að karl sem er hæfari en kona um sama starf sé ekki boðlegur þar sem kvótinn er uppfylltur.  Typpið á honum útilokar hann!

4. Konur í Bretlandi láta fjölskylduna í 80% tilfella mun ofar en starfsframann, þetta er ekki svo hjá körlum.

- Karlar vinna oftar frameftir

- Karlar fara oftar í emailin sín á kvöldin

- Karlar fara oftar með vinnufélögunum út eftir vinnu

- Karlar ákveða frekar að vera með einhvern að aðstoða sig við heimilið ofl. sem gerir þeim kleift að skuldbinda sig vinnunni enn frekar.

Þetta sama val geta konur tekið...en þær gera það ekki allar, og í raun flestar gera það ekki. 

Það má því með rökum segja að konur velji sjálfar að vera með lægri laun og forðast stjórnunarstöður.  Það þýðir ekkert að þær séu verri starfsmenn, minna klárar eða slíkt.  Þær setja bara aðra hluti hærra í forgang í lífinu. Karlmenn setja vinnuna ofar ofar. Á Íslandi eru t.d. margfalt fleiri konur í Meistaranámi en karlar...þær ættu skv. því að vera klárari.

Ríkið á ekki að skipta sér að slíku, ríki eins og Íran, norður Korea og gömlu Sovétríkin hefðu gert það...það er geðveila að Noregur sé að gera það...og sýnir hvað það er mikilvægt að Vinstri menn komist hvergi til valda á Íslandi.

Hvað verður næst?  Verður kynjunum gert skylt að skiptast á að elda kvöldmat heima á kvöldin!

 

http://www.mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1296546


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband