Færsluflokkur: Fjölmiðlar

Viðtal við fjölmiðlarisann Rupert Murdoch - hans sýn á fjölmiðlabransann


Icelandair með nýja herferð fyrir Jólapakka

Mjög hlutdrægur, engu að síður mjög ánægður með nýju jólapakkaherferð Icelandair. Sjónvarpsauglýsingarnar eru nú í keyrslu á RÚV, Stöð 2 og öllum bíóhúsum landsins.


Erum við að horfa minna á sjónvarp?

Bretar eru ekki að horfa minna.  Þeir horfa meira á sjónvarp en nokkurn tímann áður.  Meðal áhorf í klst. á viku hækkaði um 2 klst og 29 mínútur á Q1 í ár á móti sama tíma í fyrra.  

Mýtan um að ungt fólk sé hætt að horfa á sjónvarp er einnig röng.  Kannanir sýna að sjónvarpsáhorf er ekki í neinni lægð, en er þó að dreifast á fleiri miðla.  Hver þáttur í sjónvarpi er því að fá minna áhorf, en heildaráhorf virðist ekki vera að minnka hjá neinum hóp

The Independent, 4 May 2010, p35


Markaðsfólk og góðverk = Sigur í samkeppni?

Í nýlegri rannsókn kom fram að það er lítil vitund á meðal almennings á góðverkum fyrirtækja.  Mörg fyrirtæki styrkja hin ýmsu góðu málefni sem fáir vita af en því uppskera fyrirtæki ekki góðan hug frá almenningi fyrir vikið.  

Þetta er slæmt því kannanir sýna að fólk er tilbúið að borga meira fyrir vörur og þjónustu frá samfélagslega ábyrgum fyrirtækjum.  

Hvernig getur markaðsfólk bætt úr þessu?  Besta leiðin er að tryggja að það sé tengin á milli þess sem fyrirtæki styrkir og staðfærslu þess á markaðinum.  Með öðrum orðum að það sé samnefnari á milli ímyndarþátta fyrirtækisins í hugum fólks og málefnisins sem fyrirtækið styrkir.  Þannig verður auðveldara fyrir fólk að þekkja aðgreiningu fyrirtækisins á markaðinum.

Við þetta eykst almenn vitund á staðfærslu fyrirtækisins eykst og það verður líklegra að fyrirtækið fái góðan hug frá fólki vegna þeirra góðu málefna sem það leggur lið.


Námskeið í markaðssetningu á netinu að hefjast

Nú erum við Kristján að byrja aftur með námskeiðin í Markaðssetningu á netinu.

Námskeiðin framundan eru mun viðameiri en þau sem við keyrðum á í byrjun árs.  Þau eru heilan dag en jafnframt er mjög mikið innifalið - eins og aðgangur að Clara, Frettabref.is, bókin Markaðssetning á netinu og klst. ráðgjöf frá Nordic eMarketing.

Það sem er innifalið er - en allar nánari upplýsingar eru á www.online.is

  • Heils dags námskeið í Markaðssetningu á netinu (Vefborðar, Leitarvélar, Samfélagsmiðlar, Sala, Tölvupóstar, Birtingarfræði ofl.  
  • Bókin Markaðssetning á netinu
  • Námskeiðsgögn sem þátttakendur geta glósað á
  • Vaktarinn frá Clara – Frír kynningaraðgangur í 6 vikur
  • Frettabref.is - Frír kynningaraðgangur að tölvupóstkerfinu í mánuð
  • Kaffi og matur
  • Erlendur og innlendir gestafyrirlesarar  
  • Verkefni (valfrjálst) sem þátttakendur geta fengið heim og fyrirlesarar fara yfir og gefa umsögn
  • Klukkustunda ráðgjöf frá Nordic eMarketing að loknu námskeiði

Verð er 41.000 kr, flest stéttar- og verkalýðsfélög niðurgreiða amk. helming námskeiðsgjaldsins.  Nánari upplýsingar um námskeiðið er á www.online.is. 


Það skiptir meira máli hvernig við segjum hlutina en hvað við segjum!

Í sjónvarpskappræðum Nixons og Kennedy varð það ljóst að hvernig við segjum hlutina, skiptir meira máli en hvað við segjum.  Kjósendur sem hlustuðu á kappræðurnar þeirra 1960 í útvarpi fannst Nixon vera með bestu rökin.  Þeir sem horfðu á þær í sjónvarpinu sögðu hins vegar í könnunum að Kennedy væri með þau.

Þetta árið, var það sjónvarpið sem réð úrslitunum!

Markaðsfólk þarf að hafa þetta í huga.  Að höfða til tilfinninga skiptir miklu máli í markaðsstarfi - þar sem umgjörðin og tónninn í skipaboðum getur skipt meira máli en skipaboðin sjálf!

 

AdMap Júní 2010 


Af hverju horfa viðskiptavinir þínir alltaf eingöngu á verðið?

sethgodin

,,Maybe the reason it seems that price is all your customers care about is...

... that you haven't given them anything else to care about."

 

Seth Godin


Hvers vegna þarftu að auglýsa vöru sem er að seljast vel?

Hr. Wrigley (tyggjógaurinn) var einu sinni spurðu af vini sínum í lest:

 Hvers vegna þarftu að auglýsa tyggjóið þitt svona mikið sem hefur yfirburða markaðshlutdeild?  Wrigley svaraði þá: Hver hratt fer þessi lest sem við erum í?  Vinurinn svaraði: Svona 130 km hraða.  Þá svaraði Wrigley: Hvað heldur þú að myndi gerast ef við létum vélstjórana hætta að kynda vélina?

 

Úr Sigur í samkeppni 


Þróun á net-noktun í UK


Góð speki frá Bill Bernbach um auglýsingar

 

 

,,Nobody reads ads. People read what interests them.  And sometimes it's an ad."

 

AdMap Mars 2010 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband