Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

Alcan og Rannveig Rist - viðskiptaverðlaun Viðskiptablaðsins

VB620
Í gær fylgdist ég með Rannveigu Rist taka við viðskiptaverðlaunum Viðskiptablaðsins fyrir árið 2010. Hún er fær stjórnandi í farsælu fyrirtæki.  
 
Tvennt þótti mér áhugavert í þakkarræðunni hennar:
 
  • Hún minntist á hvað það var ögrandi að vera rekstrar-framkvæmdastjóri á Íslandi á bólu árunum.  Það var í tísku að vaxa með yfirtökum og hátt hlutfall af fyrirtækjum hættu að vera rekstrarfélög og urðu fjárfestingafélög.  Framkvæmdastjórar hörfuðu frá því að setja fókus á að ná hámarks framlegð úr sölu á vöru/þjónustu.  Það var því ekki flottur undirliggjandi rekstur sem skapaði skilyrðin fyrir þessar yfirtökur heldur auðfengið fjármagn. Rannveigu tókst að forðast þessa tískubólu og synti því á móti straumnum að eigin sögn. Stjórnendur álversins hafa alltaf verið með augun á innri vöxt sem hefur skapað því sterkann grunn.  
  • Mig minnir að ártöl stórra fjárfestinga Alcan á Íslandi hafi verið:  í upphafi þegar álverið var opnað 1969 og stækkun á álverinu 1995 en nú ræðst fyrirtækið í aðra mikla stækkun. Árið 1969 var kreppa því síldin hafði horfið, það var mini kreppa í kringum 1995 og öll þekkjum við ástandið í dag.  Vendipunktar í rekstri Alcan hafa því alltaf verið á mögrum árum Íslands.  
 
Kjörís var einnig að taka við viðskiptaverðlaunum á dögunum en það var stofnað í kreppunni 1969. Eflaust eru mun fleiri svona dæmi til en þau sýna að það er ekki í meðbyr sem flugdrekinn tekur á loft, heldur í mótvindi. 


Icelandair með nýja herferð fyrir Jólapakka

Mjög hlutdrægur, engu að síður mjög ánægður með nýju jólapakkaherferð Icelandair. Sjónvarpsauglýsingarnar eru nú í keyrslu á RÚV, Stöð 2 og öllum bíóhúsum landsins.


Simmi og Jói eru flottir markaðsmenn!

simmi-og-joi

Simmi og Jói voru nýlega valdir markaðsmenn ársins af Ímark.   Það eru margar ástæður fyrir því af hverju þeir eiga titilinn skilið.

Joe Pine, sem er á leið til Íslands 3. des á vegum Ímark, færir rök fyrir því að eina leiðin til að aðgreina sig í dag sé með upplifunum.  Vöru úrvalið í öllum vöruflokkum er orðið það mikið að eiginleikar eru ekki lengur nóg.  Allir geta afritað eiginleika vara. Það er hins vegar erfiðara að afrita upplifunina.  iPod er t.d. ekki besti MP3 spilarinn, það eru til aðrir sem eru ódýrari og með fleiri eiginleikum. Samt vilja allir Apple iPad.  Engin vill heldur spilara sem er ,,eiginlega alveg eins" og iPad, þó hann sé jafnvel aðeins ódýrari - þá er hann fake!

Simmi og Jói hafa byggt upp veitingastað sem selur mjög staðlaða vöru, hamborgara, en þeir pakka henni inn í upplifun sem er einstök og fólki að skapi.

 

Í fyrsta lagi er öll hönnun á staðnum glæsileg og öll í sama stíl (allt frá matseðli til innréttinga).  

Í öðru lagi eru þeir frægir og mjög oft á staðnum ef maður snæðir á Hamborgarafabrikkunni sem gerir það svolítið ,,öðruvísi" að fara þangað.

Í þriðja lagi er maturinn frábær og settur fram á svolítið öðruvísi hátt 

Með þessu þrennu hefur þeim tekist að búa til veitingastað sem selur staðlaða vöru sem er einstök í umbúðunum sem þeir matreiða hana í.  Það getur engin kóperað Hamborgarafabrikkuna - því hún er einstök! 

Ég er mjög ánægður með að þessir félagar mínir hrepptu verðlaunin í ár.  Þeir hafa búið til flotta vöru sem fólki líkar við.  Þeir hafa ennfremur kynnt hana geysilega vel.

Simmi og Jói eru vel að titlinum komnir!


Ánægja starfsmanna skiptir öllu !

 

 

Untitled-1,,The happiness of employees has asignificant impact on their productivity.  Companies listed in The SundayTimes 100 Best companies to work for - outperformed the FTSE All-ShareIndex by between 10-15%.  Employees are more productive when they believein what their company tries to achieve."  They will commit theirminds, hearts, and spirits.  Starbucks' Howard Schultz called this Pouringyour heart into it - When referring to employees’ commitment."

 

 

Marketing 3,0 - Kotler 

 

 


Mjög skemmtilegur fyrirlestur frá Malcolm Gladwell


Viðtal við stofnanda Facebook Mark Zuckerberg

Áhugavert viðtal við stofnanda Facebook, Mark Zuckerberg á Web 2.0 Summit 2010.



Frábært myndband um hvernig best er að hvetja starfsmenn


Markaðsfólk og góðverk = Sigur í samkeppni?

Í nýlegri rannsókn kom fram að það er lítil vitund á meðal almennings á góðverkum fyrirtækja.  Mörg fyrirtæki styrkja hin ýmsu góðu málefni sem fáir vita af en því uppskera fyrirtæki ekki góðan hug frá almenningi fyrir vikið.  

Þetta er slæmt því kannanir sýna að fólk er tilbúið að borga meira fyrir vörur og þjónustu frá samfélagslega ábyrgum fyrirtækjum.  

Hvernig getur markaðsfólk bætt úr þessu?  Besta leiðin er að tryggja að það sé tengin á milli þess sem fyrirtæki styrkir og staðfærslu þess á markaðinum.  Með öðrum orðum að það sé samnefnari á milli ímyndarþátta fyrirtækisins í hugum fólks og málefnisins sem fyrirtækið styrkir.  Þannig verður auðveldara fyrir fólk að þekkja aðgreiningu fyrirtækisins á markaðinum.

Við þetta eykst almenn vitund á staðfærslu fyrirtækisins eykst og það verður líklegra að fyrirtækið fái góðan hug frá fólki vegna þeirra góðu málefna sem það leggur lið.


Væntingar og frammistaða

Markaðsfólk er stöðugt að segja frá þeim loforðum sem vörur þeirra uppfylla.  Oft er ýkt - en alltaf er sem flestu tjaldað til svo varan sé valin fram yfir samkeppnina.

Besta leiðin til að gera viðskiptavin ánægðan er að fara fram úr væntingum hans.  Lofa minna, gera meira.  Það er því mikill hvati fyrir fyrirtæki að halda svolitlu eftir og koma þannig á óvart!

Að lofa of litlu getur samt verið varasamt sömuleiðis.  Ef loforð fyrirtækisins eru ekki nógu góð er ólíklegt að það fái einhverja viðskiptavini til sín!

Markaðsfólk er því svolítið á milli steins og sleggju, það verður að stilla loforðum í hóf en án þess að þau séu of veik.  Á sama tíma þarf að skilja eftir smá svigrúm til að koma fólki á óvart með því að fara fram úr væntingum. 

 


Námskeið í markaðssetningu á netinu að hefjast

Nú erum við Kristján að byrja aftur með námskeiðin í Markaðssetningu á netinu.

Námskeiðin framundan eru mun viðameiri en þau sem við keyrðum á í byrjun árs.  Þau eru heilan dag en jafnframt er mjög mikið innifalið - eins og aðgangur að Clara, Frettabref.is, bókin Markaðssetning á netinu og klst. ráðgjöf frá Nordic eMarketing.

Það sem er innifalið er - en allar nánari upplýsingar eru á www.online.is

  • Heils dags námskeið í Markaðssetningu á netinu (Vefborðar, Leitarvélar, Samfélagsmiðlar, Sala, Tölvupóstar, Birtingarfræði ofl.  
  • Bókin Markaðssetning á netinu
  • Námskeiðsgögn sem þátttakendur geta glósað á
  • Vaktarinn frá Clara – Frír kynningaraðgangur í 6 vikur
  • Frettabref.is - Frír kynningaraðgangur að tölvupóstkerfinu í mánuð
  • Kaffi og matur
  • Erlendur og innlendir gestafyrirlesarar  
  • Verkefni (valfrjálst) sem þátttakendur geta fengið heim og fyrirlesarar fara yfir og gefa umsögn
  • Klukkustunda ráðgjöf frá Nordic eMarketing að loknu námskeiði

Verð er 41.000 kr, flest stéttar- og verkalýðsfélög niðurgreiða amk. helming námskeiðsgjaldsins.  Nánari upplýsingar um námskeiðið er á www.online.is. 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband